Vinaviku lokið

Þá er hinni árlegu vinaviku lokið að þessu sinni var sameiginlegt þemaverkefni að búa til blóm, kyssa á það með varalit og setja upp á vegg. Hver einstaklingur gerir sitt barmmerki sem hann afhendir sínum leynivini síðasta daginn. Þá hafa allir verið duglegir að gleðja sinn leynivin á hverjum degi með ýmsum gjöfum. Þessir dagar eru alltaf miklir gleðidagar og tókust afar vel. Til hamingju öll:)