Bekkjarvísir 5b

Kennsluskipulag vetrarins

 

Í vetur höldum við áfram með byrjendalæsi sem er samvirk nálgun í læsiskennslu barna á yngsta stigi. Samvirk aðferð fellur mitt á milli eindaraðferða og heildaraðferða. Eindaraðferðir byggja á því að umskráningarferlið sé línulegt sem leiðir til þess að tæknilegir þættir læsis eru þjálfaðir í aðskildum einingum og í ákveðinni röð. Gengið er út frá því að ferlið byrji á ritmálinu með því að umskrá rittákn í málhljóð. Nemendur læra fyrst bókstafina og hljóð þeirra og tengja þá síðan í orð og orð í setningar og þær síðan í merkingabærar heildir. Hljóðaaðferðin er ein þeirra aðferða sem tilheyra eindaraðferðinni. Heildaraðferðin er orðaaðferð sem gengur í eina átt þ.e. frá hinu stóra til hins smáa.

Byrjendalæsi sækir innblástur til kenninga um hugsmíðahyggju og nám án aðgreiningar og gert er ráð fyrir að börn læri best í samfélagi jafningja, með samvinnu, stigskiptum stuðningi og hvers konar námsaðlögun sem auðveldar kennurum að koma til móts við ólíkar þarfir þeirra og áhugasvið. Við samsetningu Byrjendalæsis var meðal annars stuðst við kenningar Gudschinsky, Frost, Rumelhart, Solity og Leimar. Enn fremur var sótt til NRP2000 rannsóknarinnar þar sem kemur fram mikilvægi þess að kennsluaðferðir í læsi feli í sér nálgun sem nái til allra þátta móðurmálsins. Þannig er vinna með tal, hlustun, lestur og ritun felld í eina heild undir hatti læsis. Enn fremur eru sértækir þættir tungumálsins, svo sem hljóðvitund, réttritun, skrift, orðaforði og lesskilningur tengd inn í ferlið. Í Súðavíkurskóla ætlum við að reyna að sameina byrjendalæsi í þemavinnu í öllum fögum, annan hvern mánuð, fyrir alla nemendur skólans og tveir kennarar kenna.

Einstaklingsmiðað nám verður í hávegum haft að venju en einnig verður áhersla á samvinnu og hópavinnu þar sem unnið er þvert á bekki og svo líka þar sem nemendur á sama stigi/aldri vinna saman til þess að efla samskipti og fá félagastuðning.

 

Kennsluskipulag vetrarins

Samkennsla í öllum fögum í 1.-5. bekk. Einstaklingsmiðað nám en samvinna og hópavinna þar sem unnið er þvert á bekki og svo líka þar sem nemendur á sama stigi/aldri vinna saman til þess að efla samskipti og fá félagastuðning. Nemendur með sameiginleg verkefni eða námsefni hvattir til þess að vinna saman og ræða sem mest um nám. Í kennslustund er upprifjun til þess að kanna vitneskju nemenda bæði um lært efni og efni sem er til umfjöllunar. Lögð áhersla á að kynna nemendum hvernig gott verkefni lítur út þannig að þeir vita til hvers er ætlast af þeim og einnig að kynna námsviðmið með verkefnum sem lögð verða fyrir og metin til einkunna. Nemendur vinna með mistök, þeir sjái í þeim tækifæri til að gera betur. Einnig unnið með vaxandi hugarfar og heilann og virkni hans í námi. Samskipti á milli heimilis og skóla, áætlanir og mat eru á Námfúsi og sýnilegt foreldrum og nemendum. Skóladagbók er samskiptaleið í vikuáætlun fyrir þá nemendur sem þess þurfa. Nemendur setja sér lykilhæfni í námi sem verður metin til einkunna en í lykilhæfni felst: ábyrgð, þrautsegja, frumkvæði, áræðni, jákvæðni og framkoma, samskipti og samstarf, tjáning og upplýsinganotkun. Hæfniviðmið valin úr aðalnámskrá og einkunn gefin í bókstöfum A, B+, B, C+, C, DKennsluaðferðir -leiðsagnarnám/innlagnir/umræður/hópavinna /einstaklingsnám/ sýnikennsla/ þema/kynningar/hlustun/áhorf/túlkun/leikir/ myndbönd

__________________________________________________________________________________________

Íslenska Linda Lee

Námskipulag: Átta kennslustundir í viku og samkennsla 1.-5. bekk. Ýmsar lestra og vinnubækur sem er valið af kennara, en þetta er bækur sem nemendur lesa í skólanum hjá kennara og sem heimanám. Einnig verða ýmis verkefni frá kennara.

Námsmarkmið sem unnið er með á námstímanum:

-að nemendur:

Lestur

  • auki lestrarhraða sinn
  • öðlist betri lesskilning
  • geti lesið sér til gagns og gamans

Ritun

-að nemendur;

  • þjálfi skýra og læsilega rithönd
  • auki skriftarhraða sinn
  • þjálfist í að tjá skoðanir sínar og hugmyndir á rituðu máli
  • átti sig á því að sögur hafa upphaf, miðju og endi
  • læri að greina aðalatriði í texta
  • þjálfist í að nota orðabækur og uppflettirit
  • um stóran og lítinn staf
  • ng og nk
  • einfaldan og tvöfaldan samhljóða
  • -n og –nn í ákveðnum greini nafnorða
  • hv- í spurnarorðum
  • læri að þekkja stafrófið
  • læri einstaka y-orð

Málfræði

-að nemendur;

  • þekkja hugtökin bókstafur, hljóð, orð og málsgrein
  • þekkja sérhljóða og samhljóða
  • kynnast hugtökunum andheiti og samheiti, sérnöfn og samnöfn
  • fá tækifæri til að nota tungumálið á fjölbreyttan hátt
  • kunna og geta nýtt sér íslenska stafrófið
  • geta greint í sundur og sett saman samsett orð
  • geta gert greinarmun á eintölu og fleirtölu

Skrift.

Markmið að nemendur:

  • öðlist traustan grunn að læsilegri og áferðarfallegri skrift
  • læri tengda skrift eða tengikrókaskrift
  • geti notað skriftargerðina sem þeim hefur verið kennd í frjálsri ritun
  • nái góðum skriftarhraða og vandi allan frágang

Námsmat:

Lesskimunarpróf er lögð fyrir þrisvar yfir skólaárið sept—jan –maí til að fylgjast með framförum. Lestrarpróf verður lagt fyrir eftir hvorrar annar og gefið fyrir í tölustöfum. Ábyrð, þrautsegja, frumkvæði, áræðni, jákvæðni, framkoma, samskipti og samstarf. Íslenskuprófi sem nemendur fara í lok hvorrar annar og gefið fyrir bókstöfum A, B+, B, C+, C, D.

Námsefni og gögnMálrækt 1, Fyrsti Smellur og Annar Smellur og ýmsar kjörbækur sem unnið verður með á fjölbreyttan hátt og verkefni af námsvef Menntamálastofnunnar og Skólavefnum.

______________________________________________________________________________________

Samfélagsfræði Linda Lee

Námsskipulag - Samfélagsfræði er fjórar kennslustundir í viku og samkennsla í 1. - 5. bekk. 5. Bekkur er með annað námsefni.

Námsmarkmið:

  • virkja ímyndunarafl og sköpunargáfu nemenda ásamt gagnrýninni hugsun
  • efla ritun og orðaforða nemenda
  • þjálfa nemendur til að vinna sjálfstætt og í samstarf við aðra
  • vekja áhuga í náttúru- og samfélagsgreinum og virkja innri áhugavöt þeirra

 

 

Námsmat - Leiðsagnarmat. Virkni, hópverkefni og vinnubækur eru metin. Í lok hvorrar annar verður niðurstöður dregnar saman og metnar samkvæmt hæfniviðmiðum sem valin hafa verið úr Aðalnámskrá. Einkunn gefin í bókstöfum A, B+, B, C+, C, D.

Námsgögn:

Land og líf – nemendabók og vinnubók

Norðurlönd – nemendabók og vinnubók

Hæfniviðmið

að nemandi getur:

  • nefnt dæmi um einkenni og stöðu Íslands í ljósi legu, sögu og menningar
  • sagt frá einkennum og sögu heimabyggðar og tengslum við önnur svæði á Íslandi
  • gert sér grein fyrir nokkrum einkennum þess að náttúrufar breytist vegna ytri áhrifa
  • bent á dæmi um áhrif tækni og framkvæmda á mannlíf og umhverfi

______________________________________________________________________________________

Upplýsinga og tæknimennt Linda Lee

Námsskipulag - Tvær samliggjandi kennslustundir í viku og samkennsla í 1-5. bekk. Nemendur fá þjálfun í undirstöðuatriða í fingrasetningu og lyklaborðs, upplestur af kennara, stafsetningaæfingar og þjálfun að senda tölvupóst, notkun ýmis forrita og þá aðallega kennsluforrita af vef mms.is. Ýmis verkefni frá kennara.

 

Námsmarkmið:

-að nemendur;

  • fari eftir reglum um ábyrgða netnotkun
  • geti nýtt sér rafrænt efni við upplýsingarleit og í tengslum við nám
  • þjálfist í réttri fingrasetningu
  • kunna að vista skjöl og ná í vistuð skjól
  • geti notað ýmis kennsluforrit

Námsmat. Símat á námi nemenda og verkefni og skil metin. Í lok hvorrar annar verða niðurstöður dregnar saman og metnar samkvæmt hæfniviðmiðum sem valin hafa verið úr Aðalnámskrá. Einkunn gefin í bókstöfum A, B+,B, C+, C, D.

Námsgögn - Upplýsingaver skólans sem nýtist vel í ýmissa verkefnavinnu og þar á meðal samþættingu inn á aðrar námsgreinar. Ýmis verkefni af námsvef mms.is. Ýmis æfingarverkefni og myndbönd af neti.

Hæfniviðmið:

Að nemendi getur

  • beitt réttri fingrasetningu
  • sýnt frumkvæði
  • leitað upplýsinga og nýtt við verkefninu
  • nýtt rafrænt og gagnvirkt námsefni
  • nýtt upplýsingatækni og forrit við uppbyggingu einfaldra verkefna

______________________________________________________________________________________

 

Náttúrufræði Linda Lee

Námsskipulag - Þrjár kennslustundir í viku og samkennsla í 1-5. bekk. 5. Bekkur er með annað námsefni. Námsaðferðir eru sýnikennsla, útikennsla, hópavinna, umræður og vinnubækur. Fjallað eru um himingeiminn, lífvera í okkar umhverfi, árstíðirnar hringrásir í náttúrinni og mannslíkaminn.

Námsmarkmið :

Að efla forvitni og áhuga nemenda á umhverfi sínu. Nemendur læri að þekkja, skilja og skynja náttúruna í kringum sig.

Námsmat:

Leiðsagnarmat. Virkni, hópverkefni og vinnubækur eru metin. Í lok hvorrar annar verður niðurstöður dregnar saman og metnar samkvæmt hæfniviðmiðum sem valin hafa verið úr Aðalnámskrá. Einkunn gefin í bókstöfum A, B+, B, C+, C, D.

 

Námsgögn:

  • Náttúrulega 1 nemendabók og vinnubók
  • Myndbönd, myndir og ýmislegt efni af neti

 

Hæfniviðmið

Ábyrgð á umhverfinu

Að nemendur getur

  • tekið eftir og rætt atriði í umhverfi sínu, gert grein fyrir áhrifum þeirra á lífsgæði íbúa
  • tekið þátt í að skoða, skilgreina og bæta eigið umhverfi og náttúru

Að búa á jörðinni

Að nemendur getur

  • lýst breytingum á náttúru Íslands eftir árstíðum og áhrifum þeirra á lífsskilyrði fólks
  • lýst algengustu lífverum í nánasta umhverfi sínu

Lífsskilyrði manna

Að nemendur getur

  • Útskýrt á einfaldan hátt byggingu og starfsemi mannslíkamans

 

Enska Linda Lee

Námskipulag: Tveir kennslustundir á viku. Samkennsla með 8.-10. bekkur. 5. Bekkur er með annað námsefni. Námsþættir eru hlustun, lesskilningur, samskipti, frásögn, ritun, menningarlæsi og málfræði. Áherslu lögð á lesskilning, orðaforða, ritun og málfræði. Námsaðferðir eru sýnikennsla, sjálfstæð vinna, umræður og kynningar.

 

Námsmarkmið:

Að nemendur:

  • æfi orðskilning og lesskilning
  • getur greint aðalatriði frá aukaatriðum
  • bæta samskiptifærni
  • þjálfa ritun með ritgerðsmið
  • beitt málfræði hugtökum í umræðu og notkun málsins

 

Námsgögn: Yes we can 5 nemendabók og vinnubók, skáldsaga/The Giraffe and the Pelly and Me/Roald Dahl, skáldsaga að eigin vali, Enskar málfræðiæfingar A, Amazing Animals, kvikmyndaefni og fræðslumyndir og ýmislegt efni af neti.

 

Námsmat: Leiðsagnarmat og sjálfsmat. Í lok hvorrar annar verður niðurstöður dregnar saman og metnar samkvæmt hæfniviðmiðum sem valin verið úr Aðalnámskrá. Einkunn gefin í bókstöfum A, B+, B, C+, C, D

 

Hæfniviðmið

 

Hlustun

Að nemendur getur

 

  • án vandkvæða fylgst með aðgengilega efni í fjöl- og miðmiðlum, sagt frá og unnið úr
  • hlustað eftir nákvæmum upplýsingum, valið úr þær og brugðist við eða unnið úr þeim

 

Frásögn

  • tjáð sig áheyrilega um málefni sem hann þekkir, beitt tungumálinu af nokkurn nákvæmni hvað varð reglur um málnotkun, framburð, áhersla, hrynjandi og orðval

 

 

Lesskilningur

  • lesið sér til gagns og ánægju almenna texta af ýmsum toga með nokkuð fjölþættum orðaforða og valið lestraaðferð eftir eðli textans og tilgangi með lestrinum
  • aflað sér upplýsinga úr texta, greint aðalatriði frá aukaatriðum, gert grein fyrir sér helstu niðurstöðum og nýtt sér í verkefnavinna

 

Ritun

  • skrifað ýmsar gerðir af textum, bæði formlega og óformlega og hagað orðum sinnum með lesandi í huga
  • leikið sér með málið og látið sköpunargáfuna og ímyndunaraflið njóta sín
  • skrifað lipran samfelldan texta á hnökralitlu máli um efni sem hann hefur þekkingu á meginreglum málnotkunar

 

 

Samskipti

  • Sýnt fram á að hann er vel samræðuhæfur um kunnuleg málefni, beitir nokkuð réttu máli, eðlilegum framburði, áherslum og hrynjandi, notar algeng föst orðasambönd úr daglegu máli og kann beita viðeigandi kurteisi- og samskiptavenjum, hikorðum og ólikum aðferðum til að gera sig skiljanlegan og skilja aðra, t.d. með því að umorða
  • tekið þátt í óformlega spjalli um daginn og veginn um efni sem hann er vel heima í
  • tekið þátt í skoðanaskiptum, fært einföld rök fyrir máli sínu og tekið tillit til sjónarmiða viðmælanda

 

Menningarlæsi

  • sýnt fram á að hann þekkir vel til mannlífs og menningar á viðkomandi málsvæði og gerir sér vel grein fyrir hvað er líkt eða ólikt hans eigin aðstæðum

 

Námshæfni

  • unnið sjálfstætt, með öðrum og undir leiðsögn og tekið tillit til þess sem aðrir hafa málanna að leggja
  • nýtt sér öll helstu hjálpartæki s.s. ítarefni, efni úr fjölmiðlum, orðabækur, veforðasöfn, leiðréttingarforrit, tungumálaforrit og leitaforrit og umgengist þau af gagnrýni

 

Handmennt: Salbjörg

Námsskipulag: Tveir kennslustundir á viku. Samkennsla með 8 - 10. bekk. Verklegt nám á að stuðla að alhliða þroska nemenda og búa þá undir daglegt líf og frekara nám á sviði verkgreina. Það á að gefa þeim tækifæri til að vinna með ólík efni og verkfæri og þroska þannig nemendur á mörgum sviðum. Áhersla er lögð á að efla sköpunargáfu þeirra með því að hvetja nemendur til að leita nýrra hugmynda eða úrlausna. Einnig er lögð áhersla á að nemendur læri að líta á og meta eigin verk og ákvarðanir gagnrýnum.

 

Námsmarkmið:

  • Þjálfi fínhreyfingar
  • skapa
  • sýna sjálfstæði vinnubrögð í handmennt
  • að kunna almenn vinnubrögð í handmennt
  • að kunna frágang á því verkefni sem valið er

 

Hæfniviðmið:

  • skreytt textílvinnu á einfaldan hátt
  • sagt frá nokkrum tegundum textílefna
  • fjallað um mismunaði klæðnað fólks með tilliti til veðurfars, athafna og tilefna

 

Námsmat:

Hæfniviðmið aðalnámskrár eru höfð til grundvallar í námsmati. Auk þess er metið hvort nemendur sinna vinnu sinni/halda sér vel að verki. Námsmat fer fram með símati og leiðsagnamati. Einnig er lögð áhersla á sjálfsmat nemenda þar sem þeir hafa í huga þætti eins og sjálfstæði, vinnusemi, vönduð vinnubrögð, frumkvæði og samskipti. Einkunn gefin í bókstöfum A, B+, B, C+, C, D.

 

 

 

Myndmennt: Linda Lee Bluett

Námskipulag: Tveir tímar í viku. Samkennsla 1 – 5. bekkur. Kennsluaðferðir eru sýnikennsla, sköpun, verklegar æfingar og umræður. Áherslu lögð á sköpunargleði, meðhöndlum verkfæra og fjölbreytt vinnubrögð.

 

Námsmarkmið:

  • að efla nemendur í teikningur og sköpun
  • þjálfun í notkun mismunandi efni
  • örfa ímyndunaraflið

Námsmat: Leiðsagnarmat jafnt og þétt yfir vetturin. Í lok hvorrar annar veður niðurstöður dregnar saman og metnar samkvæmt hæfniviðviðum sem valin hefur verið úr Aðalnámskrá. Einkunn gefin í bókstöfum A, B+, B, C+, C, D.

 

Námsgögn:

  • Verkefni tekin úr Ég sé með teikningu – mms.is og Markviss Myndörvum fyrir börn.
  • Verkefni frá kennari
  • Efni í ýmsu formi.

 

 

Hæfniviðmið

Að nemandi geti:

  • skapað myndverk í ýmsum tilgangi með margvíslegum aðferðum
  • tjáð tilfinningar, skoðanir og hugmyndaheimi sínum í myndverki á einfaldan hátt
  • unnið út frá kveikju við eigin listsköpun

Íþróttir Anna Lind

 

Námskipulag:

Tvær kennslustundir á viku. Samkennsla í 5. - 10. b. Fjölbreytileiki í æfingavali þar sem nemendur fá að kynnast sem flestum íþróttagreinum á sem jákvæðastan máta og reyna þannig að efla áhuga þeirra á því að hreyfa sig og stunda heilbrigt líferni. Mikil áhersla er lögð á æfingar sem taka á flestum líkamlegum þáttum s.s. þoli, styrk og liðleika. Námsaðferðir eru; styrktar- og teygjuæfingar, útivera/ganga, boltaleikir s.s. handbolti, skotbolti, körfubolti, badminton, bandý, stöðvavinna, knattspyrna, frjálsir leikir.

Námsmarkmið

 

  • Efla sjálfsmynd, hreyfigetu, þol, kraft, liðsanda og félagsþroska nemenda

 

Námsmat:

Virkni, geta og framkoma metin. Einkunn gefin í bókstöfum A, B+, B, C+, C, D í lok annar.

 

Hæfniviðmið

Að nemandi geti;

Líkamsvitund, leikni og afkastageta

  • gert æfingar sem reyna á þol
  • gert æfingar sem reyna á styrk og stöðuleika útlima og bols
  • sýnt leikni í nokkrum mismunandi íþróttagreinum

Félagsþættir

  • sýnt virðingu og góða framkoma hvort sem leikur vinnst eða tapast
  • viðhaft jákvæð og árangursrík samskipti til að efla liðsanda

______________________________________________________________________________________

Stærðfræði Linda Lee Bluett

Námsskipulag: Sex kennslustundir í viku. Samkennsla í 1. – 5. bekk. Bækur sem teknar eru fyrir í vetur skiptast í 4 kafla hvor. Unnið er með lotur þannig að hver lota er einn kafli og könnun/próf tekin eftir hvern kafla. Fyrir bækurnar eru 8 kaflar og 8 lotur. Gerð verður krafa um að nemendur nái einkunn 5,0 til að halda áfram í bókinni eftir hvern kafla.

 

Námsmarkmið:

 

  • að skilja sætiskerfið hvað varðar heilar tölur og tugabrot
  • að geta raðað tölum eftir stærð og staðsett á talnalínu
  • að skilja almenn brot og prósentur
  • að kunna reikniaðgerðirnar fjórar
  • að geta hliðrað, speglað og snúið myndum
  • að þekkja mismunandi form og unnið með þau
  • að kunna helstu mælieiningarnar
  • að geta framkvæmt og lesið úr tölfræði t.d. súluriti

 

Námsmat: Kannanir eftir hvert kafla í bókinni verða metin til einkunna sem og lokapróf við lok hvorrar annar. Þá er einnig tekin inn í einkunn lykilhæfni í námi: ábyrgð, þrautsegja, frumkvæði, áræðni, jákvæði og framkoma, samskipti og samstart, tjáning og upplýsinganotkun. Einkunn er gefin í bókstöfum í lok hvorrar annar, A, B+, B, C+, C, D.

 

Námsgögn: Stika 1A og Stika1B, ásamt ítarefni og verkefnum frá kennari.

 

Hæfniviðmið

  • vinni með náttúrlegar tölur, pósitífar og negatífar tölur
  • noti tugakerfisrithátt og geti sýnt að hann skilji sætiskerfið
  • þekki rúmfræðina, horn, þríhyrninga, samsíðunga, ummál og flatarmál þeirra
  • vinni með lengdar – og flatarmálseiningar í mælikerfinu
  • þekki og vinni með tuga- og almenn brot, tíunda hluta, hundraðshluta, námundun og slumpreikning
  • þekki snúning, hliðrun og speglun í rúmfræði og einkenni mismunandi forma
  • geti tekið þátt í umræðum og spurningar og svör sem eru einkennandi fyrir stærðfræði
  • noti reiknivél til að leggja saman, draga frá, margfalda, deila og reikna prósentur
  • geti lesið úr tölfræði, súluritum, miðgildi og tíðasta gildi
  • notað almenn brot, tugabrot og prósentur við útreikninga á daglega viðfangsefnum
  • rannsakað og greint tvívið og þrívið form

 

Lykilhæfni Súðavíkurskóla

Samkennd: Er jákvæður og kurteis í samskiptum, sýnir tillitssemi og hjálpsemin og stuðlar að vellíðan annarra. Getur sett sig í spor annarra og sýnt umhyggju.

Ábyrgð: Skilar verkefnum á réttum tíma, axlar ábyrgð á námi sínu, nýtir tímann vel og gerir sitt besta.

Frumkvæði: Leitar lausna og veitir skapandi hugsun. Sýnir frumkvæði og áræðni við ólíkar námsaðstæður. Er áhugasamur og jákvæður í viðhorfi.

Samskipti: Getur notað sér sáttarleið Uppbyggingarstefnunnar. Virkur í samstarfi, virðir jafnrétti, skoðanir og gildi annarra.

Námsvitund: Getur sett sér markmið og búið til áætlanir sjálfur. Forgangsraðar og lýkur verkefnum. Er gagnrýninn á eigin vinnubrögð og lærir af reynslunni.

Tjáning: Tekur þátt í samræðum og rökræðum. Tjáir hugsanir, tilfinningar og skoðanir sínar munn- og skriflega. Er skýrmæltur og finnur tjáningu sinni jákvæðan farveg.

Upplýsinganotkun: Meðhöndlar upplýsingar úr námsefninu sem og öðrum miðlum á ábyrgan og gagnrýninn hátt. Deilir fúslega upplýsingum, gögnum og þekkingu. Getur leitað sér upplýsinga úr ýmsum miðlum til gagns

Lykilhæfni skólans er kynnt fyrir nemendum í upphafi annar. Nemendur setja sér markmið, bæði félagsleg og námsleg, og hafa önnina til að ná þeim markmiðum með leiðsagnarmati frá kennara. Í lok annar er farið yfir lykilhæfni með nemendum og metið hvort markmiðum hafi verið náð á tímabilinu. Lykilhæfnin er síðan tekin til umfjöllunar í foreldraviðtölum í lok hvorrar annar. Einkunn í lykilhæfni gefin í bókstöfum.

 

Heimasíða skólans: Súðavíkurskóli (sudavikurskoli.is) Vinsamlegast kynnið ykkur heimasíðu skólans til að fá upplýsingar og fréttir úr skólastarfinu.

Netfang skólans: annalind@sudavikurskoli.is Sími: 450 5910

Umsjónarkennari: Linda Lee linda@sudavikurskoli.is