Bekkjarvísir 8b

Kennsluskipulag vetrarins

 

Síðastliðinn vetur byrjuðum við að kenna byrjendalæsi sem er samvirk nálgun í læsiskennslu barna á yngsta stigi. Samvirk aðferð fellur mitt á milli eindaraðferða og heildaraðferða. Eindaraðferðir byggja á því að umskráningarferlið sé línulegt sem leiðir til þess að tæknilegir þættir læsis eru þjálfaðir í aðskildum einingum og í ákveðinni röð. Gengið er út frá því að ferlið byrji á ritmálinu með því að umskrá rittákn í málhljóð. Nemendur læra fyrst bókstafina og hljóð þeirra og tengja þá síðan í orð og orð í setningar og þær síðan í merkingabærar heildir. Hljóðaaðferðin er ein þeirra aðferða sem tilheyra eindaraðferðinni. Heildaraðferðin er orðaaðferð sem gengur í eina átt þ.e. frá hinu stóra til hins smáa.

Byrjendalæsi sækir innblástur til kenninga um hugsmíðahyggju og nám án aðgreiningar og gert er ráð fyrir að börn læri best í samfélagi jafningja, með samvinnu, stigskiptum stuðningi og hvers konar námsaðlögun sem auðveldar kennurum að koma til móts við ólíkar þarfir þeirra og áhugasvið. Við samsetningu Byrjendalæsis var meðal annars stuðst við kenningar Gudschinsky, Frost, Rumelhart, Solity og Leimar. Enn fremur var sótt til NRP2000 rannsóknarinnar þar sem kemur fram mikilvægi þess að kennsluaðferðir í læsi feli í sér nálgun sem nái til allra þátta móðurmálsins. Þannig er vinna með tal, hlustun, lestur og ritun felld í eina heild undir hatti læsis. Enn fremur eru sértækir þættir tungumálsins, svo sem hljóðvitund, réttritun, skrift, orðaforði og lesskilningur tengd inn í ferlið. Í Súðavíkurskóla ætlum við að reyna að sameina byrjendalæsi í þemavinnu í öllum fögum, annan hvern mánuð, fyrir alla nemendur skólans og tveir kennarar kenna.

Annan hvern mánuð er svo hefðbundin samkennsla 1.- 5.bekkjar og 8.-10. bekkjar í öllum fögum. Einstaklingsmiðað nám verður í hávegum haft að venju en einnig verður áhersla á samvinnu og hópavinnu þar sem unnið er þvert á bekki og svo líka þar sem nemendur á sama stigi/aldri vinna saman til þess að efla samskipti og fá félagastuðning.

Nemendur sem eru með sameiginleg verkefni eða námsefni eru hvattir til þess að vinna saman og ræða sem mest um nám.Í kennslustund er upprifjun til þess að kanna vitneskju nemenda bæði um lært efni og efni sem er til umfjöllunar. Lögð áhersla á að kynna nemendum hvernig gott verkefni lítur út þannig að þeir vita til hvers er ætlast af þeim og einnig að kynna námsviðmið með verkefnum sem lögð verða fyrir og metin til einkunna. Nemendur vinna með mistök, þeir sjái í þeim tækifæri til að gera betur. Einnig unnið með vaxandi hugarfar og heilann og virkni hans í námi. Samskipti á milli heimilis og skóla, áætlanir og mat eru á Námfúsi og sýnilegt foreldrum og nemendum. Skóladagbók er samskiptaleið í vikuáætlun fyrir þá nemendur sem þess þurfa. Nemendur setja sér lykilhæfni í námi sem verður metin til einkunna en í lykilhæfni felst: ábyrgð, þrautsegja, frumkvæði, áræðni, jákvæðni og framkoma, samskipti og samstarf, tjáning og upplýsinganotkun. Hæfniviðmið valin úr aðalnámskrá og einkunn gefin í bókstöfum A, B+, B, C+, C, D

Kennsluaðferðir -leiðsagnarnám/innlagnir/umræður/hópavinna/samvinnunám/einstaklingsnám/paravinna vettvangsferðir/sýnikennsla/félagalestu, þema/kynningar/hlustun/áhorf/túlkun/leikir/kvikmyndir og myndbönd

__________________________________________________________________________________________

Íslenska Anna Lind

Námsskipulag:

Áhersla verður á lestur, lesskilning og orðaforða og unnið með ólíka texta í því sambandi en líka unnið með framsögn og hlustun. Nemendur læra að vinna með heimildir í verkefnum sem unnin eru jafnt og þétt. Í málfræði unnið áfram með fallbeygingu, kyn orða, nútíð og þátíð orða, að greina orðflokka, veika og sterka beygingu nafnorða og sagnorða, fornöfn og nafnhátt meðal annars. Orðagaldur sem er æfingar með orðflokka og setningar. Lestrarverkefni unnin með lestrarbókum. Verkefni í lesskilningi og orðaforða. Lögð er áhersla á uppbyggingu á sögu og bókmenntahugtök og fyrirhuguð bókakynning. Unnið verður með ljóð og þau hugtök sem þeim tengjast. Lögð er áhersla mikilvægi þess að viðhalda íslenskri tungu. Gagnvirkar æfingar í stafsetningu með upplestri og verkefni.

Námsmarkmið:

-að nemendur;

  • átti sig á einkennum orðflokka og geri sér grein fyrir hlutverki þeirra í tungumálinu
  • beitt málfræðihugtökum í umræðu og notkun málsins
  • þjálfi ritun með ritgerðasmíð og í skapandi ritun, vinni með heimildir í tengslum við verkefni
  • þjálfi lestur bæði í hljóði og upphátt, vinni upp leshraða og færni, æfi framsögn, kynnist ljóðum og hugtökum þeim tengdum
  • æfi orðskilning og lesskilning með fjölbreyttum verkefnum, fjölbreyttum textum og mismunandi leiðum
  • leiti sér upplýsinga í orðabókum, handbókum og á neti
  • greint og skilið aðalatriði og aukaatriði í margs konar texta og glöggvað sig á tengslum efnisatriða
  • æfi íslenska tungu og nái betri færni í tungumálinu
  • geri sér grein fyrir mikilvægi þess að rækta orðaforðann sinn

 

Námsmat:

Nemendur vinna með eftirfarandi þætti; talað mál og hlustun, lestur og bókmenntir, ritun og málfræði. Verkefni úr þessum þáttum lögð fyrir og þau metin samkvæmt námsmarkmiðum með áherslu á virkni, framvindu og lykilhæfni skóla þar sem nemendur setja sér markmið í námi. Lesskimunarpróf frá Menntamálastofnum og lestrarpróf í lok hvorrar annar, lesskilningspróf eftir þörfum. Í lok hvorrar annar verða námsniðurstöður dregnar saman og þær metnar samkvæmt hæfniviðmiðum og kynntar í foreldra -og nemendaviðtali. Einkunn er gefin í bókstöfum A, B+, B, C+, C, D.

Námsefni og gögn:

Ýmis námsgögn sem nýtist vel við íslenskukennslu fyrir nemendur með íslensku sem annað tungumál. Bækur til stuðnings eru meðal annars: Lærum gott mál 3-5, Málfræðibókin mín 3, Útbrot, Málvísi sem er handbók um málfræði og stafsetningu, Gullvör, Ljóð, Stafsetning, Auðlesnar sögur og kjörbækur sem unnið verður með á fjölbreyttan hátt, ritgerðarvinna. Ljósrituð hefti frá kennara með ýmsum verkefnum sem taka á ritun, lestri, lesskilningi, málfræði og stafsetningu, verkefni af námsvef Menntamálastofnunnar, af Skólavefnum og skoli123.

______________________________________________________________________________________

Hæfniviðmið:

Lestur og bókmenntir

  • lesið texta við hæfi með góðum hraða og af skilningi, lagt mat á hann og túlkað
  • lesið sér til ánægju og fróðleiks og gert öðrum grein fyrir þeim áhrifum sem texti hefur á hann
  • greint nokkur frásagnarform bókmennta og átti sig á fáeinum hugtökum til að efla skilning, svo sem tíma, sjónarhorni, sögusviði og boðskap, kynnast ljóðum og mismunandi formum þeirra
  • aflað upplýsinga úr bókum og fjölbreyttu rafrænu efni, unnið úr þeim og nýtt við lausn verkefna

Málfræði

  • gert sér nokkra grein fyrir eigin máli og hefur skilning á gildi þess að bæta það
  • notað ríkulegan orðaforða í ræðu og riti og nýtt sér málfræðikunnáttu sína við orðmyndun, tal og ritun
  • áttað sig á hvernig orðaforðinn skiptist í sagnorð, fallorð og óbeygjanleg orð og greint hlutverk og helstu einkenni þeirra
  • gert sér grein fyrir notagildi íslenskrar málfræði, m.a. við ritun og stafsetningu

Ritun

  • skrifað læsilega og af öryggi með persónulegri rithönd, beitt algengum aðgerðum í ritvinnslu, gengið frá texta og notað orðabækur, vísað til heimilda
  • valið textategund, skipulagt og orðað texta, svo sem sögur, frásagnir, lýsingar og fyrirmæli, á þann hátt sem hæfir tilefni
  • samið texta þar sem beitt er eigin sköpun, notið þess að tjá hugmyndir sínar og reynslu og veitt öðrum hlutdeild með því að kynna ritunina eða leyfa öðrum að lesa
  • beitt helstu atriðum stafsetningar og greinamerkjasetningar og hefur náð valdi á þeim

Talað mál, hlustun og áhorf

  • tjáð sig skýrt og áheyrilega og gert sér grein fyrir gildi góðrar framsagnar
  • tjáð eigin skoðanir og tilfinningar og haldið athygli áheyrenda, m.a. með aðstoð leikrænnar tjáningar
  • tekið þátt í samræðum og rökræðum samkvæmt reglum
  • hlustað af athygli og beitt þekkingu sinni og reynslu til að skilja það sem sagt er og greint frá aðalatriðum
  • nýtt sér myndefni og rafrænt efni á gagnrýninn hátt
  • átt góð samskipti, hlustað, gætt tungu sinnar og sýnt viðeigandi kurteisi

 

Samfélagsgreinar - saga/landafræði/lífsleikni Kennari: Anna Lind

Námsskipulag:

Samfélagsfræði er fimm kennslustundir í viku, fjórar í landafræði og sögu og ein í lífsleikni. Unnið verður með lesskilning og orðaforða sem kemur fyrir í námsefninu. Á þessu tímabili kynnast nemendur vinnu með heimildir í gegnum verkefni sem unnin eru úr námsefninu til þess að gera sér grein fyrir að heimildir skipta máli. Nemendur þjálfist í að gera kynningar á verkefnum fyrir bekkinn og að vinna saman að verkefnum. Lesið er í námsefninu og unnið með ýmis konar verkefni sem tengist því. Á haustönn vinna nemendur bekkjarsáttmála og með uppbyggingarstefnuna í lífsleikni. Bekkjarfundir og umræður um það sem er efst á baugi hverju sinni verða einnig hluti af lífsleikni.

Námsmarkmið:

-að nemendur;

  • beri ábyrgð á eigin námi í samvinnu við kennara (lykilhæfni)
  • í samvinnu við bekkjarfélaga búi til reglur/bekkjarsáttmála sem allir samþykkja og fara eftir
  • leiti sér upplýsinga tengdum náminu á neti og fari rétt með heimildir
  • þjálfist í margvíslegri framsetningu verkefna ein og sér og í samvinnu við bekkjarfélaga
  • taki leiðsögn á uppbyggilegri gagnrýni á jákvæðan hátt
  • geri sér grein fyrir eigin hlutverki í samstarfi bæði í námi og í öðru skólastarfi
  • tekið þátt í að útfæra leiðir að sameiginlegum markmiðum og hagað námi sínu og störfum í samræmi við það
  • verði reiðubúinn að hugsa mistök sem lærdóm og leiðrétta

 

Námsmat:

Nemendur vinna verkefni þar sem metið verður úr eftirfarandi þáttum; ábyrgð og mat á eigin námi, nýting miðla og upplýsinga, sjálfstæði og samvinna, skapandi gagnrýni og hugsun, tjáning og miðlun. Verkefni úr þessum þáttum sem tengjast inn á námsefni vetrarins lögð fyrir og metin samkvæmt námsmarkmiðum. Símat á námi nemenda. Einnig verða verkefnaskil og ástundun í náminu metin. Samþætting námsgreina. Í lok hvorrar annar verða niðurstöður dregnar saman og metnar samkvæmt hæfniviðmiðum sem valin hafa verið úr Aðalnámskrá. Einkunn gefin í bókstöfum A, B+, B, C+, C, D.

Námsgögn:

Klára bókina Styrjaldir og Kreppa, síðan Frelsi og Velferð, Landafræði (Ísland hér búum við) og Gísla Saga Súrssonar, verkefnaheftum með fjölbreyttum verkefnum sem tengjast námsefninu. Bekkjarsáttmáli unnin að hausti. Verkefni af námsvef mms.is, 123skóli og Skólavefnum þar sem finna má margskonar verkefni sem reynast vel við vinnuna. Stuttmyndir af vef nýttar við kennslu.

Hæfniviðmið

Ábyrgð og mat á eigin námi

  • skipulagt eigið nám með hliðsjón af hæfniviðmiðum aðalnámskrár
  • sett sér markmið í námi og unnið eftir þeim
  • gert sér grein fyrir styrkleikum sínum og hvernig hann getur nýtt sér það í námi

Nýting miðla og upplýsinga

  • notað margvíslegar upplýsingaveitur og hjálpartæki við öflun upplýsinga og til stuðnings við nám
  • sýnt ábyrgð í meðferð og dreifingu upplýsinga hvort sem er til persónulegra nota eða verkefnavinnu og nýtt rafrænar leiðir og samskiptamiðla af ábyrgð

Sjálfstæði og samvinna

  • tekið leiðsögn og uppbyggilegri gagnrýni á jákvæðan hátt
  • gert sér grein fyrir eigin hlutverki í samstarfi og tekið þátt í að útfæra leiðir að sameiginlegum markmiðum
  • gert sér grein fyrir til hvers er ætlast í námi og skólastarfi og hagað námi sínu og störfum í samræmi við það

Skapandi og gagnrýnin hugsun

  • lært af mistökum og nýtt sér óvæntar niðurstöður við lausn verkefna á skapandi hátt
  • spurt spurninga og sett fram áætlun um efnistök og úrlausn verkefna

Tjáning og miðlun

  • hlustað eftir rökum og upplýsingum í samræðum og byggt upp röksemdafærslu í máli sínu og tekið tillit til ólíkra sjónarmiða
  • gert grein fyrir og miðlað af þekkingu sinni og leikni, skoðunum, hugsunum og tilfinningum á þann hátt sem við á hverju sinni

 

 

Upplýsinga – og tæknimennt Kennari: Anna Lind

Námsskipulag:

Tvær samliggjandi kennslustundir í viku og samkennsla í 8. – 10. bekk. Í vetur kynnast nemendur vinnu með grunnheimildir í gegnum verkefni sem unnin eru úr námsefni vetrarins til að gera sér betur grein fyrir því að meðferð heimilda skiptir máli. Nemendur þjálfist í að gera kynningar á verkefnum fyrir bekkinn og að vinna saman að verkefnum. Valin verkefni kynnt á sal skólans í vetur. Ýmis verkefni unnin til að þjálfa sem mest þekkingu nemanda á forritum sem geta hjálpað við verkefnavinnu. Vinna með glærur, töflureikni, ritunarforrit og hvernig má sækja upplýsingar á internetið þar sem nemendur tengja inn á kynningarverkefni og þurfa að gæta heimilda. Nemendur vinna með æfingar til þess að þjálfa rétta fingrasetningu og þjálfa um leið ritun og stafsetningu. Margskonar verkefni með samþættingu námsgreina.

Námsmarkmið:

-að nemendur;

  • fari eftir reglum um ábyrga netnotkun
  • geti nýtt sér rafrænt efni við upplýsingarleit og í tengslum við nám
  • fari rétt með heimildir við verkefnavinnu
  • þjálfist í fjölbreyttum framsetningu verkefna einn og sér og í samvinnu við bekkjarfélaga
  • taki leiðsögn á uppbyggilegri gagnrýni á jákvæðan hátt
  • sýni sjálfstæði í vinnubrögðum, sýni frumkvæði
  • geri sér grein fyrir eigin hlutverki í samstarfi
  • geti tekið þátt í að útfæra leiðir að sameiginlegum markmiðum
  • þjálfist í réttri fingrasetningu

Námsmat:

Nemendur vinna verkefni þar sem metin verður úr eftirfarandi þáttum; siðferði og öryggismál, sköpun og miðlun, tækni og búnaður, upplýsingaöflun og úrvinnsla og vinulag. Verkefni úr þessum þáttum sem tengjast inn á námsefni vetrarins lögð fyrir og metin samkvæmt námsmarkmiðum. Símat á námi nemenda og verkefni og skil metin. Í lok hvorrar annar verða niðurstöður dregnar saman og metnar samkvæmt hæfniviðmiðum sem valin hafa verið úr Aðalnámskrá. Einkunn gefin í bókstöfum A, B+, B, C+, C, D.

Námsgögn:

Upplýsingaver skólans sem nýtist vel í ýmissa verkefnavinnu og þar á meðal samþættingu inn á aðrar námsgreinar. Ýmis verkefni af námsvef mms.is, 123skóli og Skólavefnum. Ýmis æfingarverkefni og myndbönd af neti.

Hæfniviðmið

Siðferði og öryggismál

  • sýnt ábyrgð í meðferð upplýsinga og við heimildavinnu
  • farið eftir reglum um ábyrga netnotkun, er meðvitaður um siðferðislegt gildi þeirra og tekur ábyrgð á eigin samskiptum og gögnum á neti- og netmiðlum

Sköpun og miðlun

  • rætt og útskýrt á gagnrýninn hátt eigið upplýsinga- og miðlalæsi

Tækni og búnaður

  • nýtt hugbúnað/forrit við gerð ritunarverkefna og framsetningu

Upplýsingaöflun og úrvinnsla

  • nýtt fjölbreyttar leiðir og leitarvélar við markvissa öflun upplýsinga við hæfi
  • nýtt rafrænt og gagnvirkt námsefni á fjölbreyttan hátt

Vinnulag og vinnubrögð

  • nýtt upplýsingaver sér til gagns bæði í stýrðu námi og á eigin forsendum
  • sýnt sjálfstæði í vinnubrögðum undir leiðsögn og í samvinnu með öðrum
  • beitt réttri fingrasetningu

______________________________________________________________________________________

Náttúrufræði Anna Lind

Námsskipulag:

Fjórar kennslustundir í viku og samkennsla í 8. – 10. bekk. Í vetur kynnast nemendur vinnu með grunnheimildir í gegnum verkefni sem unnin eru úr námsefninu til þess að gera sér grein fyrir því að meðferð heimilda skiptir máli. Nemendur þjálfist í að gera kynningar á verkefnum fyrir bekkinn og að vinna saman að verkefnum. Heimalestur í kjarnaefni og verkefnavinna í tímum með áherslu á lesið efni. Samþætting við aðrar námsgreinar eins og kostur er.

Námsmarkmið sem unnið er með á námstímanum

-að nemendur;

  • beri ábyrgð á eigin námi í samvinnu við kennara (lykilhæfni skóla)
  • geti nýtt sér rafrænt efni við upplýsingarleit og í tengslum við nám
  • fari rétt með heimildir við verkefnavinnu
  • þjálfist í fjölbreyttum framsetningu verkefna einn og sér og í samvinnu við bekkjarfélaga
  • taki leiðsögn á uppbyggilegri gagnrýni á jákvæðan hátt
  • sýni sjálfstæði í vinnubrögðum, sýni frumkvæði
  • geri sér grein fyrir eigin hlutverki í samstarfi
  • geti tekið þátt í að útfæra leiðir að sameiginlegum markmiðum

Námsmat:

Nemendur vinna verkefni sem metin verður úr eftirfarandi þáttum; ábyrgð á umhverfinu, geta til aðgerða, gildi og hlutverk vísinda og tækni, nýsköpun og hagnýting þekkingar, vinnubrögð og færni.

Verkefni úr þessum þáttum sem tengjast inn á námsefni vetrarins lögð fyrir og metin samkvæmt námsmarkmiðum, símat á námsframvindu og verkefnum. Í lok hvorrar annar verða niðurstöður dregnar saman og metnar samkvæmt hæfniviðmiðum, gefið er fyrir í bókstöfum A, B+, B, C+, C, D.

Námsgögn:

Eðlisfræði 1, Litróf náttúrunnar – Lífheimurinn ásamt verkefnum, upplýsingaver skólans sem nýtist vel í ýmsa verkefnavinnu og þar á meðal samþættingu inn á aðrar námsgreinar. Ýmis verkefni af námsvef mms.is, 123skóli og Skólavefnum. Ýmis æfingarverkefni og myndbönd af neti.

 

Hæfniviðmið

Ábyrgð á umhverfinu

  • tekið eftir og rætt atriði í umhverfi sínu, gert grein fyrir áhrifum þeirra á lífsgæði íbúa
  • tekið þátt í að skoða, skilgreina og bæta eigið umhverfi og náttúru

Geta til aðgerða

  • útskýrt texta um náttúruvísindi sér til gagns og farið eftir einföldum, munnlegum og skriflegum leiðbeiningum
  • framkvæmt og útskýrt einfaldar athuganir úti og inni og sett fram og rætt niðurstöður athugana á skýran og skipulegan hátt

Gildi og hlutverk vísinda og tækni

  • greint og sagt frá hvernig tækninotkun og sjálfvirkni getur aukið eða dregið úr lífsgæðum íbúa og umhverfi þeirra

 

Nýsköpun og hagnýting þekkingar

  • gert sér grein fyrir mikilvægi gagna og líkana við að útskýra hluti og fyrirbæri
  • lesið og skrifað um hugtök í náttúruvísindum
  • útskýrt áhrif tækni og vísinda á líf fólks
  • fjallað um hvernig ólík hæfni nýtist í störfum nútímans

 

Vinnubrögð og færni

  • nýtt upplýsingaver sér til gagns bæði í stýrðu námi og á eigin forsendum
  • nýtt rafrænt námsefni á ýmsu formi í tengslum við vinnutækni, vinnulag og annað nám
  • sýnt sjálfstæði í vinnubrögðum undir leiðsögn og í samvinnu með öðrum
  • hlustað á, metið og rætt hugmyndir annarra

 

 

Stærðfræði Anna Lind

Námsskipulag:

Sex kennslustundir í viku og samkennsla í 8. – 10. bekk. Almenn stærðfræði I skiptist í 6 kafla. Valin dæmi verða unnin úr þessum köflum og nemendur fá skipulag samkvæmt því. Í hverjum kafla eru sjálfspróf og lýkur hverjum kafla með grundvallaratriði, nemendur þurfa að skila til kennara bæði sjálfsprófum og grundvallaratriðum og gefin verður einkunn fyrir. Hverjum kafla lýkur síðan með könnun og prófum sem einnig eru til einkunna. Kannanir og próf sem tekin eru úr efninu verða sendar heim til skoðunar, foreldrar kvitta fyrir með undirskrift. Gerð verður krafa um að nemendur nái einkunn 5 til að halda áfram í bókinni eftir hvern kafla.

 

Námsmarkmið

  • að skilja sætiskerfið og kunni reikniaðgerðirnar fjórar
  • að skilja námundun og slump reikning, geti unnið á reiknivél
  • að skilja almenn brot, tugabrot og prósentur
  • að skilja hækkun, lækkun, breytiþátt með prósentu
  • að þekkja mismunandi form og unnið með þau, mælt, teiknað og kunna flatarmál formanna
  • að kunna helstu mælieiningarnar
  • að kunna jöfnu- og stæðu reikning í nokkrum skrefum
  • að kunna að reikna almenn brot með reikniaðferðunum fjórum, skilja nefndar og blandnar tölur
  • að skilja og lesa úr mismunandi töflum og myndritum, t.d. súlurit, stöplarit, línurit og skífurit

 

Námsmat:

Sjálfspróf, grundvallaratriði, kannanir og próf eftir hvern kafla í bókinni, verða metin til einkunna. Þá er einnig tekin inn í einkunn lykilhæfni í námi: ábyrgð, þrautsegja, frumkvæði, áræðni, jákvæðni og framkoma, samskipti og samstarf, tjáning og upplýsinganotkun. Einkunn er gefin í bókstöfum í lok hvorrar annar, A, B+, B, C+, C, D.

Námsgögn :

Almenn stærðfræði I, ásamt ítarefni og verkefnum frá kennara.

Hæfniviðmið

Rúmfræði og mælingar

  • Mælt ummál, flöt og rými, reiknað stærð þeirra
  • Notað undirstöður rúmfræðinnar, hornareglur, flatarmál og mælieiningar

 

Tölur og reikningur

 

Vinnubrögð og beiting stærðfræðinnar

  • Geta unnið einn og í samvinnu við aðra
  • Tekist á við verkefni úr umhverfinu eða samfélaginu,
  • Undirbúið og flutt munnlegar kynningar og skrifað texta um eigin vinnu í stærðfræði

Að kunna að fara með tungumál og verkfæri stærðfræðinnar

Algebra

  • Rannsakað mynstur og alhæft um þau, leyst jöfnur
  • Leyst jöfnur og stæður af mismunandi gerð og kunna reikniaðgerðirnar fjórar í jöfnum, einnig óuppsettar jöfnur sem og jöfnur og prósentur, jöfnur og rúmfræði

Tölfræði og líkindi

  • Geti notað tölfræðihugtök til að setja fram, teikna og túlka myndrit
  • Geti skipulagt og framkvæmt einfaldar tölfræðikannanir

 

______________________________________________________________________________________

Enska Linda Lee

Námskipulag:

Fjórar kennslustundir á viku. Samkennsla 5.-10.bekkur eru tveir tímar af þessum fjórum, hina tvo tímana er 8.-10.bekkur. Námsþættir eru hlustun, lesskilningur, samskipti, frásögn, ritun, menningarlæsi og málfræði. Áherslu lögð á lesskilning, frásögn, ritun, málfræði og orðaforða. Námsaðferðir eru; hópverkefni og kynningar, sjálfstæð vinna, umræður, sýnikennsla.

Námsmarkmið

Að nemendur;

  • æfi orðskilning og lesskilning
  • getur greint aðalatriði frá aukaatriðum
  • bæta samskiptifærni
  • þjálfa ritun með ritgerðsmíð
  • beitt málfræði hugtökum í umræðu og notkun málsins

 

Námsmat:

Leiðsagnarmat, sjálfsmat og jafningjamat jafnt og þétt yfir veturinn. Í lok hvorrar annar verður niðurstöður dregnar saman og metnar samkvæmt hæfniviðmiðum sem valin hafa verið úr Aðalnámskrá. Einkunn gefin í bókstöfum A, B+, B, C+, C, D.

Námsgögn:

Matrix foundation nemendabók, skáldsaga, skáldsaga að eigin vali, kvikmyndaefni og fræðslumyndir, verkefni af mms.is, Skólavefnum og ýmislegt annað efni af neti.

Hæfniviðmið

Hlustun

  • án vandkvæða fylgst með aðgengilega efni í fjöl- og miðmiðlum sér til gagns og ánægju, sagt frá og unnið úr
  • hlustað eftir nákvæmum upplýsingum, valið úr þær og brugðist við eða unnið úr þeim

Frásögn

  • tjáð sig um málefni sem hann þekkir, beitt tungumálinu af nokkurn nákvæmni hvað varð reglur um málnotkun, framburð, áhersla, hrynjandi og orðval

Lesskilningur

  • lesið sér til gagns og ánægju almenna texta af ýmsum toga með nokkuð fjölþættum orðaforða og valið lestraaðferð eftir eðli textans og tilgangi með lestrinum
  • aflað sér upplýsinga úr texta, greint aðalatriði frá aukaatriðum, gert grein fyrir sér helstu niðurstöðum og nýtt sér í verkefnavinna.

Ritun

  • skrifað ýmsar gerðir af textum, bæði formlega og óformlega og hagað orðum sinnum með lesanda í huga
  • leikið sér með málið og látið sköpunargáfuna og ímyndunaraflið njóta sín
  • skrifað lipran samfelldan texta á hnökralitlu máli um efni sem hann hefur þekkingu á meginreglum málnotkunar

Samskipti

  • sýnt fram á að hann er vel samræðuhæfur um kunnugleg málefni, beitir nokkuð réttu máli, eðlilegum framburði, áherslum og hrynjandi, notar algeng föst orðasambönd úr daglegu máli og kann beita viðeigandi kurteisi -og samskiptavenjum, hikorðum og ólíkum aðferðum til að gera sig skiljanlegan og skilja aðra, t.d. með því að umorða
  • tekið þátt í óformlegu spjalli um daginn og veginn um efni sem hann er vel heima í
  • tekið þátt í skoðanaskiptum, fært einföld rök fyrir máli sínu og tekið tillit til sjónarmiða viðmælanda

Menningarlæsi

  • sýnt fram á að hann þekkir vel til mannlífs og menningar á viðkomandi málsvæði og gerir sér vel grein fyrir hvað er líkt eða ólíkt hans eigin aðstæðum

Námshæfni

  • unnið sjálfstætt, með öðrum og undir leiðsögn og tekið tillit til þess sem aðrir hafa málanna að leggja
  • nýtt sér öll helstu hjálpartæki s.s. ítarefni, efni úr fjölmiðlum, orðabækur, veforðasöfn, leiðréttingarforrit, tungumálaforrit og leitaforrit og umgengist þau af gagnrýni

__________________________________________________________________________________

Íþróttir Anna Lind

Námskipulag:

Tvær kennslustundir á viku. Samkennsla í 5. - 10. b. Fjölbreytileiki í æfingavali þar sem nemendur fá að kynnast sem flestum íþróttagreinum á sem jákvæðastan máta og reyna þannig að efla áhuga þeirra á því að hreyfa sig og stunda heilbrigt líferni. Mikil áhersla er lögð á æfingar sem taka á flestum líkamlegum þáttum s.s. þoli, styrk og liðleika. Námsaðferðir eru; styrktar- og teygjuæfingar, útivera/ganga, boltaleikir s.s. handbolti, skotbolti, körfubolti, badminton, bandý, stöðvavinna, knattspyrna, frjálsir leikir.

Námsmarkmið

 

  • Efla sjálfsmynd, hreyfigetu, þol, kraft, liðsanda og félagsþroska nemenda

 

Námsmat:

Virkni, geta og framkoma metin. Einkunn gefin í bókstöfum A, B+, B, C+, C, D í lok annar.

 

Hæfniviðmið

Að nemandi geti;

Líkamsvitund, leikni og afkastageta

  • gert æfingar sem reyna á þol
  • gert æfingar sem reyna á styrk og stöðuleika útlima og bols
  • sýnt leikni í nokkrum mismunandi íþróttagreinum

Félagsþættir

  • sýnt virðingu og góða framkoma hvort sem leikur vinnst eða tapast
  • viðhaft jákvæð og árangursrík samskipti til að efla liðsanda

__________________________________________________________________________________

Myndmennt Linda Lee

 

Námskipulag:

Tvær kennslustundir á viku. Samkennsla í 8. - 10. bekk. Kennsluaðferðir eru sýnikennsla, hópavinna, sköpun, verklegar æfingar og umræður. Áhersla lögð á sköpunargleði, meðhöndlun verkfæra og fjölbreytt vinnubrögð.

Námsmarkmið

  • að efla færni nemenda í teikningu og sköpun
  • þjálfun í notkun mismunandi efna
  • örva ímyndunaraflið og auka þekkingu á listasögu

 

Námsmat:

Leiðsagnarmat, sjálfsmat, jafningjamat, endurgjöf. Í lok hvorrar annar verða niðurstöður dregnar saman og metnar samkvæmt hæfniviðmiðum sem valin eru úr Aðalnámskrá grunnskóla. Einkunn gefin í bókstöfum A, B+, B, C+, C, D.

Námsgögn - Verkefni tekin úr “Ég sé með teikningu” - mms.is (rafbók eftir Björk Eiríksdóttir) og Listasaga úr Hellalist til 1900 eftir Halldór Björn Runólfsson og Ingimar Waage. Efni frá kennara.

Hæfniviðmið

Að nemandi geti;

    • nota mismunandi efni, verkfæri og miðla á skipulagðan hátt í eigin sköpun
    • nýtt sér grunnþættir myndlistar í eigin sköpun
    • fjallið um eigin verk og annarra í virku samtali við aðra nemendur
  • gert grein fyrir margvíslegum tilgangi myndlistar og hönnunar

 

Handmennt Salbjörg

 

Námskipulag:

Tvær kennslustundir á viku. Samkennsla í 5. - 10. bekk. Kennsluaðferðir eru sýnikennsla, hópavinna, sköpun, verklegar æfingar og umræður. Áhersla lögð á sköpunargleði, meðhöndlun verkfæra og fjölbreytt vinnubrögð.

Námsmarkmið

  • að efla færni nemenda í textíl og sköpun
  • þjálfun í notkun mismunandi efna
  • örva ímyndunaraflið og auka þekkingu á textíl

Námsmat:

Leiðsagnarmat, endurgjöf. Í lok hvorrar annar verða niðurstöður dregnar saman og metnar samkvæmt hæfniviðmiðum sem valin eru úr Aðalnámskrá grunnskóla. Einkunn gefin í bókstöfum A, B+, B, C+, C, D.

Námsgögn - Nemendur hafa val um efnisval, annað efni frá kennara.

Hæfniviðmið

Að nemandi geti;

    • nota mismunandi efni, verkfæri og miðla á skipulagðan hátt í eigin sköpun
    • nýtt sér grunnþættir textíl listar í eigin sköpun
    • sýnt frumkvæði í góðri umgengni og frágangi
  • gert grein fyrir margvíslegum tilgangi textíl listar og hönnunar

Þýska Anna Lind

Námskipulag:

Tvær kennslustundir á viku, samkennsla 8.-10.bekkur. Námsþættir eru hlustun, lesskilningur, frásögn, ritun, og málfræði. Áherslu lögð á lesskilning, frásögn, ritun, málfræði og orðaforða. Námsaðferðir eru; einstaklings- og hópverkefni, kynningar, sjálfstæð vinna og umræður.

Námsmarkmið

Að nemendur;

  • æfi lestur og framburð
  • æfi orðskilning og lesskilning
  • Hafa gaman að læra nýtt tungumál
  • þjálfa ritun
  • beitt málfræði

Námsmat:

Leiðsagnarmat, sjálfsmat og jafningjamat jafnt og þétt yfir veturinn. Í lok hvorrar annar verður niðurstöður dregnar saman og metnar samkvæmt hæfniviðmiðum sem valin hafa verið úr Aðalnámskrá. Einkunn gefin í bókstöfum A, B+, B, C+, C, D.

Námsgögn:

Þýska fyrir þig lesbók, verkefnahefti og málfræðibók, ýmislegt annað efni af neti.

Hæfniviðmið

Hlustun

  • skilið talað mál um mismunandi efni, s.s. sjálfan sig, áhugamál og daglegt líf

Frásögn

  • tjáð sig um það sem við kemur daglegu lífi hans og því sem stendur honum nærri

Lesskilningur

  • lesið sér til gagns og ánægju auðlesna texta af ýmsum gerðum
  • skilið megininntak í aðgengilegum frásögnum eftir eðli texta og tilgangi

Ritun

  • skrifað texta af mismunandi gerðum, með stuðningi

Samskipti

  • tekið þátt í óformlegu spjalli um daginn og veginn um efni sem hann er vel heima í

Námshæfni

  • unnið sjálfstætt, með öðrum og undir leiðsögn og tekið tillit til þess sem aðrir hafa málanna að leggja
  • nýtt sér öll helstu hjálpartæki s.s. orðabækur, veforðasöfn, tungumálaforrit og leitaforrit og umgengist þau af gagnrýni

Námsmat -Virkni, hegðun og geta nemenda til þess að vinna einir og í hóp verður metin. Einkunn gefinn í bókstöfum A, B+, B, C+, C, D í lok annar.

 

Sund Anna Soffía

Sundkennsla fer fram út í Bolungarvík. Nemendur 5.-10. Bekkur fara með rútu eftir hádegið á fimmtudögum og taka með sér nesti í ferðina. Nemendur ljúka sundtímum sínum á haustönninni.

__________________________________________________________________________________

Lykilhæfni Súðavíkurskóla

Samkennd: Er jákvæður og kurteis í samskiptum, sýnir tillitssemi og hjálpsemin og stuðlar að vellíðan annarra. Getur sett sig í spor annarra og sýnt umhyggju.

Ábyrgð: Skilar verkefnum á réttum tíma, axlar ábyrgð á námi sínu, nýtir tímann vel og gerir sitt besta.

Frumkvæði: Leitar lausna og veitir skapandi hugsun. Sýnir frumkvæði og áræðni við ólíkar námsaðstæður. Er áhugasamur og jákvæður í viðhorfi.

Samskipti: Getur notað sér sáttarleið Uppbyggingarstefnunnar. Virkur í samstarfi, virðir jafnrétti, skoðanir og gildi annarra.

Námsvitund: Getur sett sér markmið og búið til áætlanir sjálfur. Forgangsraðar og lýkur verkefnum. Er gagnrýninn á eigin vinnubrögð og lærir af reynslunni.

Tjáning: Tekur þátt í samræðum og rökræðum. Tjáir hugsanir, tilfinningar og skoðanir sínar munn- og skriflega. Er skýrmæltur og finnur tjáningu sinni jákvæðan farveg.

Upplýsinganotkun: Meðhöndlar upplýsingar úr námsefninu sem og öðrum miðlum á ábyrgan og gagnrýninn hátt. Deilir fúslega upplýsingum, gögnum og þekkingu. Getur leitað sér upplýsinga úr ýmsum miðlum til gagns

Lykilhæfni skólans er kynnt fyrir nemendum í upphafi annar. Nemendur setja sér markmið, bæði félagsleg og námsleg, og hafa önnina til að ná þeim markmiðum með leiðsagnarmati frá kennara. Í lok annar er farið yfir lykilhæfni með nemendum og metið hvort markmiðum hafi verið náð á tímabilinu. Lykilhæfnin er síðan tekin til umfjöllunar í foreldraviðtölum í lok hvorrar annar. Einkunn í lykilhæfni gefin í bókstöfum

Heimasíða skólans: Súðavíkurskóli (sudavikurskoli.is) Vinsamlegast kynnið ykkur heimasíðu skólans til að fá upplýsingar og fréttir úr skólastarfinu.

Netfang skólans: annalind@sudavikurskoli.is Sími: 450 5910/ 450-5911

Umsjónarkennari: Anna Lind Ragnarsdóttir