Foreldrabanki

Hvað gera bekkjarfulltrúar?

Sækja á pdf
Þegar barnið okkar byrjar í skóla verður það hluti af skólasamfélagi. Að tilheyra samfélagi þýðir að við höfum réttindi, skyldur og ábyrgð, ekki aðeins gagnvart okkur sjálfum,, heldur líka gagnvart öðrum sem tilheyra þessu samfélagi. Hlutverk bekkjarfulltrúa er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers bekkjar með það að markmiði að einstaklingarnir í skólasamfélaginu og samfélagið í heild nái að dafna og blómstra.

Bekkjarfulltrúar eru kosnir af foreldrum eða tilnefndir í samráði við fyrri bekkjarfulltrúa. Æskilegt er að bekkjarfulltrúar séu minnst tveir fyrir hvern bekk (eða árgang) og að einungis sé skipt um annan bekkjarfulltrúann í hvert sinn, þannig að þeir sitji tvö ár í senn. Bekkjarfulltrúar eru einnig tengiliðir við stjórn foreldrafélags

Mismunandi er eftir aðstæðum, eftir skólum og foreldrafélögum, hvernig starf bekkjarfulltrúa er skipulagt. Gott er að í hverjum bekk eða árgangi séu 2-3
bekkjarfulltrúar sem taka að sér að vera verkstjórar og útdeila verkefnum til annarra foreldra í bekknum. Verkaskipting getur verið með ýmsum hætti svo sem að skipta foreldrum í hópa sem sjá um afmörkuð verkefni eða leyfa foreldrum að bjóða sig fram í þau verkefni sem þeir hafa áhuga á. Bekkjarfulltrúar halda utan um skipulagið og minnahina foreldrana á.

Mikilvægt er að sem flestir foreldrar í bekknum taki þátt í þessu starfi og fundinn sé vettvangur fyrir foreldra til að hittast og ræða málin.

Mikilvægt er að tengsl bekkjarfulltrúa við stjórn foreldrafélags séu skilgreind og einnig að þessir aðilar hittist reglulega, til dæmis tvisvar á ári og ræði um skólastarfið.

Veist þú hverjir eru bekkjarfulltrúar í bekk barnsins þíns?

Helstu verkefni bekkjarfulltrúa

  • Foreldrafundir
    • Bekkjarfulltrúar ættu að kalla saman foreldra barnanna í bekknum eigi sjaldnar en tvisvar á ári, í fyrra skiptið í upphafi skólaárs, helst eigi síðar en í lok
      septembermánaðar.
      Á fyrsta fundi foreldra er gott að ræða hvað þeir leggja til að gert verði um veturinn og á þeim vettvangi er einnig bekkjarandinn, tengslanet foreldra, uppeldisleg gildi og upplýsingaflæðið milli foreldra og til og frá skóla til umræðu. Mikilvægt er að kynna bekkjarfulltrúana svo allir foreldrar viti hverjir eru bekkjarfulltrúar í bekk barna sinna. Boðun á slíka fundi er lykilatriði og nauðsynlegt er að fá umsjónarkennara í lið með sér. 
  • Samstarf
    • Bekkjarfulltrúar leitast við að efla og styrkja samstarf foreldra/forráðamanna og nemenda auk þess að leitast við að treysta samband heimila og skóla innan hverrar bekkjardeildar.
  • Samstarf við umsjónarkennara
    • Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir foreldra við umsjónarkennara og koma sjónarmiðum foreldra á framfæri þegar þess er þörf. Í samvinnu við kennara skipuleggja þeir í upphafi skólaárs almennan fund með foreldrum þar sem bekkjarstarf vetrarins er skipulagt. Gott er að bekkjarfulltrúi og umsjónarkennari hafi samvinnu um að leggja fyrir foreldrasáttmála Heimilis og skóla. Bekkjarfulltrúar aðstoða kennara við að skipuleggja þátttöku foreldra í skólastarfinu eftir því sem við á, til dæmis í tengslum við vettvangsferðir, starfskynningar og heimsóknir foreldra í bekkinn.
  • Framkvæmd
    • Bekkjarfulltrúar fylgjast með því að foreldrastarfið sem ákveðið er í bekknum sé framkvæmt, t.d. bekkjarkvöld, umræðufundir, foreldrarölt, þátttaka í viðburðum á vegum foreldrafélagins og heimsóknir. Æskilegt er að skipta foreldrum Heimili og skóli | Foreldrabankinn 2018 | bls. 4 bekkjarins í 2-5 manna hópa til að skipuleggja einstök verkefni vetrarins. Er þá eitt foreldri hópstjóri og tengiliður við bekkjarfulltrúa. Ef allir foreldrar í bekknum taka þátt í einu verkefni þá verður vetrarstarfið leikur einn. Æskilegt er að eldri nemendur séu hafðir með í ráðum þegar bekkjarstarf vetrarins er skipulagt. Hæfilegt er að halda 2-4 bekkjarkvöld/skemmtanir á skólaárinu.
  • Miðlun upplýsinga
    • Bekkjarfulltrúar ræða við umsjónarkennara um skólastarfið og gang mála í bekknum og miðla upplýsingum til annarra foreldra til dæmis á fundum eða með dreifibréfum/ tölvupósti í samvinnu við umsjónarkennara.
  • Tengiliðir
    • Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir bekkjarins við foreldrafélagið og skólaráð og sitja í fulltrúaráði foreldrafélagsins sem ætti að funda að minnsta kosti þrisvar á vetri. Bekkjarfulltrúar eru stjórn foreldrafélagsins innan handar við framkvæmd einstakra stærri viðburða svo sem jólaföndur og vorhátíð og sjá um að skipuleggja vinnuframlag foreldra í sínum bekk.
  • Sjónarmið nemenda
    • Bekkjarfulltrúar reyna að hlusta eftir sjónarmiðum nemenda varðandi andann í bekknum, bekkjarstarfið og störf foreldra í bekknum.
  • Kosning/val bekkjarfulltrúa
    • Bekkjarfulltrúar ættu að sjá til þess að eftirmenn þeirra séu kosnir að vori og tilkynna breytingu til stjórnar foreldrafélagsins. Þeir sjá einnig um að miðla upplýsingum til nýrra bekkjarfulltrúa.
  • Foreldrarölt
    • Mörg foreldrafélög standa fyrir foreldrarölti reglulega yfir skólaárið. Bekkjarfulltrúar bera ábyrgð á því að manna foreldraröltið þau kvöld sem bekknum er úthlutað. Æskilegt er að foreldrar skrái sig á röltvaktir vetrarins að hausti. Bekkjarfulltrúar sjá til þess að minna fólk tímanlega á röltvaktir t.d. inn á Facebookgrúppu bekkjarins eða með tölvupósti.
  • Trúnaður
    Bekkjarfulltrúar skulu gæta þess að hafa velferð nemenda, foreldra og kennara að leiðarljósi í bekkjarstarfinu og virða trúnað um persónulega hagi nemenda og foreldra.

Vel heppnaður fundur

Fyrsti fundur með bekkjarfulltrúum og foreldrum
Litlu atriðin sem gera bekkjarfundinn að góðum fundi

Góð boðun

  • Dagskrá og markmið fundarins þarf að vera vel kynnt í fundarboði. Tölvupóstur er mjög þægilegt samskiptaform en þá þarf að vera viss um að allir hafi netfang sem þeir opna reglulega. Ef bekkurinn er með Facebook hóp er hægt að setja fundargögn og boðun þangað inn. Æskilegt er að foreldrar staðfesti komu sína, það leiðir oft til betri þátttöku. Ef þátttaka er dræm getur verið nauðsynlegt að hringja
    út í foreldra.
  • Ef vitað er að einhverjir foreldrar eru ekki með tölvupóst eða á Facebook er mikilvægt að fundnar séu aðrar leiðir til að ná til þeirra, svo sem með töskupósti og/eða símtali. Ef um foreldra af erlendum uppruna er að ræða má nýta sér Skilaboðaskjóðuna: https://www.austurbaejarskoli.is/23-foreldrar
  • Áhrifaríkt getur verið að fela foreldrum verkefni tengdum fundinum, Þeir sem sjaldan mæta verða að sýna sig ef þeir eru beðnir að taka með sér kaffikönnu, servíettur, glös, ávexti eða kexpakka.

Það sem einkennir góðan fund foreldra

  • Ekki er víst að allir rati á fundarstað. Ef fundurinn er haldinn í heimahúsi eða á kaffihúsi þarf að gæta þess að heimilisfang sé auglýst vel. Ef fundurinn er haldinn í skólanum er góður siður að setja merkingu á útihurð og gott að einn bekkjarfulltrúi sé sjáanlegur við komu í skólann.
  • Ef foreldrar þekkjast lítið er sniðugt að allir fái nafnspjöld, annað hvort límmiðar sem fólk skrifar á sjálft eða nafnspjöld sem börnin útbúa fyrir foreldra sína.
  • Uppröðun borða ætti að fara eftir stærð hóps og tilgangi fundarins. Til dæmis er hægt að sitja í hring eða skipta hópnum í minni hópa niður á borð. Ef um fyrirlestur er að ræða er betra að allir snúi í átt að honum.
  • Gott er að byrja fundinn á því að kynna sjálfan sig og biðja hina að gera slíkt hið sama til að brjóta ísinn. 
  • Í lok fundar er gott að vera með opnar umræður, bekkjarfulltrúar safna saman punktum og koma því til kennara eða foreldrafélags eftir því sem við á. Einnig er hægt að ljúka fundinum með einum léttum leik eða öðru skemmtilegu.

Veitingar

  • Kaffi, te, vatn eða djús gerir alltaf sitt og hægt er að biðja nokkra foreldra að taka drykki og/eða meðlæti. Við hentugt tækifæri má bjóða upp á pizzur, súpu eða slíkt á fundunum, það er alltaf vinsælt

Foreldrasáttmálinn

Foreldrasáttmáli Heimilis og skóla hefur verið lagður fyrir í fjölmörgum skólum um allt land og í þeim samfélögum þar sem góð samstaða hefur náðst um samninginn er fólk sammála um jákvæð áhrif hans á bekkinnsem og samstöðu foreldra um að virða útivistarreglurnar svo fátt eitt sé nefnt. Sáttmálinn kemur út í mismunandi útgáfum fyrir hvert stig grunnskólans og er honum ætlað að vekja uppalendur til vitundar um mikilvægi samtakamáttar og þess að sýna uppvexti og skólagöngu barna sinna og unglinga áhuga og setja þeim skýr mörk. Í þessu forvarnarverkefni er meðal annars bent á að foreldrar sem senda barn útsofið í skólann eru að leggja sitt af mörkum til að barnið nái æskilegum námsárangri. Einnig tekur sáttmálinn til eineltis, samábyrgðar og reglna um notkun á tækni eins og tölvuleikjum og aðgengi að netinu og snjallsímum en í þeim málum er mikilvægt fyrir foreldra að geta haft samráð. Sáttmálinn er fáanlegur á þjónustumiðstöð Heimilis og skóla.
Hér er hægt er að nálgast sáttmálann á rafrænan hátt…(Sækja ýtarefni á netinu)
http://www.heimiliogskoli.is/utgefid-efni/foreldrasattmali/

Samstarf heimila og skóla

Samstarfið um barnið‐nemandann

  • Einkaviðtöl kennara og foreldra með/án nemenda
  • Viðtalstími kennara
  • Mentor, Námfús eða önnur samskiptakerfi
  • Heimanám, vikuáætlanir
  • Samskiptabók
  • Einkunnabók/námsmat
  • Heimsóknir foreldra í kennslustundir
  • Námsefniskynningar eða fundir með foreldrum barna í bekknum
  • Fréttabréf úr bekkjarstarfinu
  • Heimsóknir kennara heim til barna, húsvitjun

Samstarf um bekkinn

Samstarf foreldra
Foreldrar sem eiga börn á sama aldri eiga ýmislegt sameiginlegt og vilja gjarnan stilla saman strengi sína. Samráð og samræður foreldra innan bekkjarins til dæmis um útivist, síma- og tölvunotkun, vasapeninga, svefntíma, afmælisboð og partý hafa auðveldað mörgum foreldrum að standa á móti þrýstingi eins og “allir hinir mega”.
Samstarf bekkjarfulltrúa og umsjónarkennara
Bekkjarfulltrúar eru kosnir eða valdir úr hópi foreldra í hverjum bekk. Þeir eru tenglar milli foreldrahópsins og kennarans og geta aðstoðað kennara og foreldra við úrlausn ýmissa mála sem upp kunna að koma í bekknum.
Samstarf kennara og foreldra
Bekkjarkennarinn kemur ýmsum upplýsingum til foreldrahópsins, til dæmis á námskynningarfundum á haustin. Þátttaka foreldra í vettvangsferðum, við starfskynningar eða heimsóknir foreldra í bekkinn efla skilning foreldra á aðstöðu barna og kennara.
Samstarf foreldra, kennara og nemenda
Skemmtanir, bekkjarkvöld, ferðalög, umræðufundir þar sem foreldrar, nemendur og kennarar hittast í félagslífi bekkjarins, kynnast og eiga ánægjulegar stundir saman. Starfið er skipulagt af foreldrum en kennarinn mætir eftir því sem hann hefur tök á.

Samstarfið um skólann

Foreldrafélagið
er samstarfsvettvangur foreldra. Foreldrafélagið sér gjarnan um að skipuleggja foreldrastarfið og sér um að allir bekkir hafi sína bekkjarfulltrúa sem mynda fulltrúaráð
foreldrafélagsins. Stjórn foreldrafélagsins boðar bekkjarfulltrúa á fundi að minnsta kosti tvisvar yfir veturinn, skipuleggur fræðslufundi og þrýstir á sveitarstjórnir og aðra sem hafa með málefni skólans og barnanna um að gera úrbætur í skólamálum. Foreldrafélög hafa gjarnan samstarf sín á milli innan skólahverfis. Foreldrafélög geta gerst félagar í Heimili og Skóla og fengið þaðan ýmis hagnýt ráð sem og gögn. Skráning í samtökin(linkur).
Skólaráð
Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.

Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar. Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári.
Skólanefndin
Í hverju skólahverfi starfar skólanefnd sem fer með málefni grunnskólans í umboði sveitarstjórnar. Hún er kosin af sveitarstjórn í upphafi hvers kjörtímabils. Fulltrúar
foreldra, kennara og skólastjóra eiga rétt til setu á skólanefndarfundum með málfrelsi og tillögurétti. Undir skólanefnd heyrir nánast allt sem varðar skólahald, bæði innra starf, öryggi barna og húsnæðismál. Skólanefnd á að kynna áætlanir um skólahald s.s. skólaakstur, framkvæmdir og viðhald bygginga fyrir skólaráði hvers skóla. Fulltrúi foreldra í skólanefnd sér um að miðla upplýsingum um starf/fundi skólanefndar tilskólaráðs og foreldrafélaga á sínu svæði.

Hver gerir hvað í skólakerfinu?

Yfirlit yfir ýmsa aðila sem koma að skólastarfinu. Innan sviga er vísað í greinar í grunnskólalögum sem fjalla um þessi mál (sjá lögin hér: http://www.althingi.is/lagas/nuna/2008091.html )

Foreldrar bera ábyrgð á námi barna sinna og ber þeim að fylgjast með námsframvindu þeirra í samvinnu við þau og kennara þeirra. Foreldrar skulu hafa samráð við skólann um skólagöngu barna sinna, fylgjast með og styðja við skólagöngu þeirra og námsframvindu og stuðla að því að börnin mæti úthvíld í skólann og fylgi skólareglum. Þeir skulu fá tækifæri til að taka þátt í námi barnsins, svo og í skólastarfinu almennt. (3, 6, 15-19, 27, 40, 45, 46)
Skólastjórinn er forstöðumaður grunnskóla, stjórnar honum og ber ábyrgð á starfi skólans og veitir honum faglega forystu. Skólastjóri stuðlar að samstarfi allra aðila skólasamfélagsins. Skólastjóri boðar til kennarafunda svo oft sem þurfa þykir á starfstíma grunnskóla. Skólastjóri gerir tillögur til sveitarstjórnar um fyrirkomulag stjórnunar í grunnskóla með tilliti til þarfa viðkomandi skóla. Skólastjóri ákveður verksvið annarra stjórnenda skólans og skal einn þeirra vera staðgengill skólastjóra. (7-12, 14, 15, 19, 21, 26, 28-30, 32, 40)
Umsjónarkennari. Hver nemandi skal hafa umsjónarkennara. Umsjónarkennari fylgist náið með námi nemenda sinna og þroska, líðan og almennri velferð, leiðbeinir þeim í námi og starfi, aðstoðar og ráðleggur þeim um persónuleg mál og stuðlar að því að efla samstarf skóla og heimila.(13)
Skólaráð. Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og
mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar. Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári. (8- 10, 20, 28-30, 45,)
Nemendafélag. Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. (10) Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári.(8) Fulltrúar nemenda skulu eiga kost á að taka þátt í umræðum skólaráðs þegar fjallað er um velferðar- og hagsmunamál nemenda.
Nemendaverndarráð. Skólastjóri skal samræma innan hvers skóla störf þeirra sem sjá um málefni einstakra nemenda er lýtur að sérfræðiþjónustu, námsráðgjöf og skólaheilsugæslu með stofnun nemendaverndarráðs. Æskilegt er að fulltrúi félagsþjónustu sitji í nemendaverndarráði skóla, en mörg mál sem koma inn á borð nemendaverndarráða eru þess eðlis.
Foreldrafélag. Við grunnskóla skal starfa foreldrafélag. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Þau setja sér starfsreglur. (9)
Bekkjarfulltrúar. Algengt er að foreldrar kjósi 2 til 3 bekkjarfulltrúa úr sínum hópi fyrir hverja bekkjardeild. Hlutverk bekkjarfulltrúa er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan bekkjarins. Bekkjarfulltrúar allra bekkja mynda fulltrúaráð foreldra í skólanum.
Skólanefnd. Í hverju sveitarfélagi skal í umboði sveitarstjórnar vera skólanefnd sem fer með málefni grunnskóla eftir því sem lög og reglugerðir ákveða og sveitarstjórn eða
sveitarstjórnir kunna að fela henni. Skólastjórar, grunnskólakennarar og foreldrar í sveitarfélagi kjósa hver úr sínum hópi aðal- og varamann til setu á skólanefndarfundum með málfrelsi og tillögurétt. Þegar skólanefnd fær til meðferðar kærumál samkvæmt ákvæðum laga þessara gilda um meðferð kærumálsins reglur stjórnsýslulaga. Um sérstakt hæfi nefndarmanna og annarra fulltrúa sem rétt hafa til að sitja fundi nefndarinnar gilda ákvæði sveitarstjórnarlaga.(6)
Skólaskrifstofur voru settar á laggirnar þegar fræðsluskrifstofur voru lagðar niður 31.júlí 1996. Skólaskrifstofur þjóna ýmist einu eða fleiri sveitarfélögum og er misjafnt eftir sveitarfélögum hvaða þjónustu skrifstofurnar bjóða. Nokkur sveitarfélög hafa t.d. gert samninga við sálfræðinga sem sinna fleiri aldurshópum en grunnskólabörnum en fela skólaskrifstofum eða bæjarskrifstofum að annast launaútreikninga kennara. Annars staðar eru sálfræðingar í starfi hjá skólaskrifstofum og sinna fleiri en einum skóla á svæðinu. Kennsluráðgjöf og sérkennsluráðgjöf fyrir skólana er í boði á flestum skólaskrifstofum en er misjafnlega umfangsmikil því sumar þeirra eru afar fámennar. Menntamálaráðherra fer með yfirstjórn þeirra málefna sem lög þessi taka til, setur grunnskólum aðalnámskrá, leggur grunnskólum til námsgögn, hefur eftirlit með gæðum skólastarfs, annast öflun, greiningu og miðlun upplýsinga, styður þróunarstarf í skólum og hefur úrskurðarvald í skólaágreiningsmálum eftir því sem lög þessi kveða á um. Ráðherra skal á þriggja ára fresti leggja fram á Alþingi skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum landsins sem byggist m.a. á skýrslum sveitarfélaga um skólahald skv. 37. gr Ráðherra setur grunnskólum aðalnámskrá sem er endurskoðuð reglulega. (4, 8, 14, 15, 17, 18, 20, 22, 24, 27, 38-40, 43)
Menntamálaráðuneyti hefur eftirlit með því að sveitarfélög uppfylli þær skyldur sem lög þessi, reglugerðir og reglur settar samkvæmt þeim og aðalnámskrá grunnskóla kveða á um (4, 5, 14,17,19, 26, 31, 34, 37-40, 43, 46).
Aðalnámskrá. Menntamálaráðherra setur grunnskólum aðalnámskrá. Þar skal m.a. kveðið nánar á um uppeldishlutverk grunnskólans og meginmarkmið náms og kennslu, uppbyggingu og inntak námsins, skiptingu tíma milli námsgreina og fleira. (4, 12, 15, 16, 20, 24-27, 29, 31, 32, 34, 35, 38, 44)
Skólanámskrá. Í hverjum grunnskóla skal gefa út skólanámskrá og starfsáætlun. Skólastjóri er ábyrgur fyrir gerð þeirra og skal semja þær í samráði við kennara. Skólanámskrá er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu grunnskóla og aðstæðum og skal endurskoða reglulega. (6, 8, 29, 36)
Tómstundastarf og lengd viðvera. Í öllum grunnskólum skal nemendum gefinn kostur á að taka þátt í tómstunda- og félagsstarfi. Tómstunda- og félagsstarf getur bæði verið liður í daglegu starfi og utan venjulegs skólatíma. Sveitarstjórn getur enn fremur boðið grunnskólanemendum lengda viðveru utan daglegs kennslutíma. Sveitarfélögum er heimilt að taka gjald fyrir lengda viðveru utan daglegs kennslutíma og tómstundastarf samkvæmt sérstakri gjaldskrá sem þau setja (33).
Námsráðgjafar. Nemendur eiga rétt á að njóta náms- og starfsráðgjafar í grunnskóla af til þess bærum sérfræðingum. (13)
Sprotasjóður skóla skal styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá. Til sjóðsins renna fjármunir sem veittir eru á fjárlögum hverju sinni. Menntamálaráðuneyti hefur umsjón með sjóðnum og setur reglugerð um styrkveitingar. Sjóðurinn er sameiginlegur fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Í reglugerð er heimilt að fela stofnun á vegum ráðuneytisins eða öðrum þar til bærum aðila umsjón með sjóðnum og að annast úthlutanir úr honum. (34)
Sérfræðiþjónusta. Nemendur eiga rétt á að komið sé til móts við námsþarfir þeirra í almennum grunnskóla án aðgreiningar, án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis. Nemendur sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra örðugleika og/eða fötlunar, sbr. 2. gr. laga um málefni fatlaðra, nemendur með leshömlun, langveikir nemendur og aðrir nemendur með heilsutengdar sérþarfir eiga rétt á sérstökum stuðningi í námi í samræmi við metnar sérþarfir. (40)
Skólaheilsugæsla í grunnskólum fer eftir gildandi lögum um heilbrigðisþjónustu. Um skipulag og fyrirkomulag skólaheilsugæslu í grunnskóla skal haft samráð við skólanefnd
og skólastjóra. Skólastjóra ber að fylgjast með því að nemendur njóti skólaheilsugæslu í skólanum í samræmi við þá tilhögun sem ákveðin hefur verið skv. 1. mgr. Sveitarfélög greiða stofnkostnað húsnæðis í skólum sem ætlað er fyrir skólaheilsugæslu og annast rekstur þess. (41)
Skólaakstur. Sveitarfélög bera ábyrgð á skipulagi skólaaksturs þar sem hann á við og standa straum af kostnaðinum. Ráðherra setur nánari reglur um tilhögun skólaaksturs í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Skólaakstur skal vera nemendum að kostnaðarlausu. (22)
Sérúrræði. Sveitarfélög geta beitt sér fyrir sérúrræðum innan grunnskóla eða stofnað til reksturs sérskóla þegar almennt nám og kennsluhættir hæfa ekki þörfum eða hag nemenda. Slíkum úrræðum er ætlað að veita nemendum sérhæft umhverfi til náms í lengri eða skemmri tíma þar sem jafnframt skal lögð áhersla á að veita starfsfólki almennra grunnskóla stuðning og kennslufræðilega ráðgjöf (42)
Stuðningsfulltrúar veita nemendum stuðning inn í bekk ásamt bekkjarkennara. Stuðningsfulltrúi vinnur undir handleiðslu umsjónarkennara.
Verksvið skólaliða er mismunandi eftir ráðningarsamningi hvers og eins. Starf skólaliða getur m.a. innihaldið aðstoð og stuðning við bekkjardeildir eða einstaka nemendur, ræstingu, gangavörslu og frímínútnagæslu.

Samskiptaleiðir foreldra við skólann

Hafi foreldrar áhuga á því að fá upplýsingar frá skóla barns síns, geta þeir alltaf leitað til
aðila innan skólans. Þetta á bæði við ef foreldri hefur áhyggjur af einhverju varðandi
barnið og ef foreldri hefur áhuga á því að fá upplýsingar eða ræða við kennara um
eitthvert tiltekið mál.
Eðlilegt er að byrja á því að hafa samband við umsjónarkennara en ef um ákveðna
námsgrein er að ræða er einnig unnt að hafa samband við viðkomandi
faggreinakennara. Séu foreldrar ekki sáttir við útkomu slíkra samtala geta þeir snúið sér
til sérkennara skólans, deildarstjóra, skólahjúkrunarfræðing eða námsráðgjafa þar sem
hann er fyrir hendi, eftir því hvers eðlis málið er.
Loks geta foreldrar snúið sér til aðstoðarskólastjóra eða skólastjóra með mál er þeim
liggur á hjarta. Skólastjóri getur vísað máli til nemendaverndarráðs, sem svo getur vísað
því til sálfræðings skólans en foreldrar geta einnig leitað beint til sálfræðings til að fá
upplýsingar og ráðgjöf. Margir skólar eru með ákveðið áfallateymi sem þeir geta ræst
eftir þörfum.
Ef vanda ber að höndum eða foreldrar vilja veita eða fá upplýsingar er æskilegt að þeir
fari eftirfarandi leiðir:
Umsjónarkennari / faggreinakennari

Námsráðgjafi / umsjónarmaður sérkennslu

Deildarstjóri / stigstjóri

Skólastjóri / aðstoðarskólastjóri

Grunnskólafulltrúi / skóla-/fræðslunefnd
Foreldrar geta einnig leitað til stjórnar foreldrafélagsins í sínum skóla. Svæðaráðs
foreldrafélaga í sveitarfélaginu, sé það til staðar og Heimilis og skóla ef þá vantar
ráðleggingar.
Ef upp koma mál sem varða bekkinn svo sem bekkjarandann, vinnufrið, einelti,
aðbúnað og öryggi barnanna, þá getur bekkjarfulltrúi kallað foreldra saman á fund.
Niðurstöður þess fundar,athugasemdir, tillögur eða hugmyndir eru svo lagðar fyrir
skólaráð sem er formlegur vettvangur til að koma sjónarmiðum foreldra varðandi
skólahaldið á framfæri við skólann og sveitarstjórn. Þetta á þó eingöngu við ef um
almenn atriði er að ræða þar sem skólaráð fjallar ekki um málefni einstaklinga.
Foreldrafundur innan bekkjar

Skólaráð / foreldrafélag

Skólastjóri / aðstoðarskólastjóri
Í nýju grunnskólalögunum (47. gr.) er kveðið á um kæruheimild í meðferð m
ágreiningsmála Ákvarðanir um rétt og skyldu einstakra nemenda sem teknar eru í
grunnskólum á grundvelli laganna eru kæranlegar til ráðherra. Um meðferð kærumála
fer að ákvæðum stjórnsýslulaga. Sveitarstjórn getur ákveðið í samþykkt um stjórn og
stjórnsýslu sveitarfélagsins að áður en hægt er að kæra ákvörðun skv. 1. mgr. skuli fyrst
beina kæru til skólanefndar eða annars tiltekins aðila innan stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Sé heimild þessari beitt skal sveitarstjórn ákveða hvort þessi kæruréttur eigi við um
hluta ákvarðana skv. 1. mgr. eða um þær allar, og þá skal jafnframt tekin afstaða til þess
í samþykkt hvort slíkar ákvarðanir sem teknar eru af hálfu sjálfstætt rekinna grunnskóla
í sveitarfélagi, sbr. 43. gr., skuli kæranlegar með sama hætti. Um málsmeðferð á
kærustigi innan sveitarfélags fer að ákvæðum stjórnsýslulaga.

Hvert skal leita?
Í grunnskólalögum kemur fram að skólinn skal leitast við að haga námi og starfi þannig
að komið sé til móts við eðli og þarfir hvers og eins. Nemendum er uppálagt að sýna
öðrum virðingu, tillitssemi og temja sér heilbrigðan metnað fyrir námi sínu og lífi svo
hver einstaklingur fái notið sín á eigin forsendum. Þrátt fyrir fögur fyrirheit og viðleitni
skólans á þessu sviði geta komið upp aðstæður sem teljast óæskilegar. Þá er mikilvægt
að brugðist sé eins skjótt við og kostur er við lausn mála til að koma þeim í rétt horf á
ný. 

Hlutverk umsjónarkennara

Umsjónarkennari er mikilvægur tengiliður heimilis og skóla. Hann þarf að mynda
trúnaðartengsl við nemendur og fylgjast vel með andlegri og félagslegri líðan þeirra, auk
námsframvindu hvers og eins og upplýsa foreldra reglulega um þessa þætti
Markmið umsjónarkennslu er:

  • að styrkja samband nemenda við skólann, m.a. með því að efla tengsl þeirra
    innbyrðis og stuðla að gagnkvæmu trausti nemenda og umsjónarkennara
  • að styrkja sjálfsmynd nemenda, draga úr kvíða og öryggisleysi og bæta þar með
    líðan þeirra og námsárangur
  • að auka metnað nemenda með því að hjálpa þeim við að kynnast sjálfum sér og
    aðstoða þá við að ná þeim markmiðum sem þeir hafa sett sér
  • að stuðla að góðu samstarfi heimilis og skóla með heildarhagsmuni nemenda í
    huga

Hlutverk umsjónarkennara:

  • Hann er trúnaðarmaður sem nemendur geta leitað til með vandamál sem snúa að
    náminu, skólanum og öðru. Hann leysir á eigin spýtur smærri vandamál en leitar
    samráðs um önnur eða kemur þeim í farveg.
  • Hann er talsmaður nemenda við yfirstjórn skólans, aðra kennara og
    nemendaverndarráð.
  • Hann er upplýsingaaðili sem á að miðla til nemenda upplýsingum um
    skólareglur, nám, námstilhögun og annað það sem þörf er á. Hann hefur samband
    við foreldra umsjónarnemenda sinna eftir því sem þörf er á.
  • Hann gegnir eftirlitshlutverki, fylgist sem best með framgangi náms og líðan hjá
    nemendum í umsjónarbekk og grípur inn í ef stefnir í óefni hjá einhverjum.
  • Hann annast skýrslugerð, einkunnafærslur og afhendingu einkunna.
  • Hann er með viðtalstíma eða sér með öðrum hætti til þess að foreldrar geti
    auðveldlega náð tali af honum.

Lög foreldrafélaga ‐ sýnishorn

Lög Foreldrafélags Nesskóla
1. grein.
Félagið heitir Foreldrafélag Nesskóla, heimili þess er að Skólavegi, Neskaupstað,
kennitala félagsins er 591198-2119
2. grein.
Félagar eru foreldrar og forráðamenn nemenda í Nesskóla.
3. grein.
Markmið félagsins eru að vinna að:
1. Velferð nemenda skólans
2. Samstarfi heimilis og skóla
3. Almennum framförum skólans
4. grein.
Til að ná þessum markmiðum hyggst félagið m.a.:
1. starfa eftir þeim ákvæðum laga og reglugerða sem sett eru um grunnskóla
2. stuðla að því að foreldrar þekki félaga barna sinna
3. koma með tillögur að endurbótum og þróunarstarfi í samvinnu við skólayfirvöld
4. kynna sér kennsluhætti og uppeldismarkmið skólans
5. koma á umræðu- og fræðslufundum um uppeldis-, forvarnar- og skólamál
6. standa að ýmsum öðrum viðburðum
7. taka þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög og samtök foreldra
8. skipa bekkjarfulltrúa í hverja bekkjardeild og styðja við starf þeirra
9. skipa nefndir um afmörkuð viðfangsefni.
5. grein. (bekkjarfulltrúar)
Starf félagsins byggist á skipulögðu samstarfi foreldra og forráðamanna nemenda í
hverjum bekk. Bekkjarfulltrúar skulu sjá um starf í þágu síns bekkjar í samráði við
umsjónarkennara. Í hverjum bekk skulu vera tveir bekkjarfulltrúar sem kosnir eru í
byrjun skólaárs og eigi síðar en á námsefniskynningarfundi skólans. Bekkjarmappa
fylgir hverjum bekk og er það á ábyrgð hvers bekkjarfulltrúa að skila henni til næsta
bekkjarfulltrúa á nýju skólaári. Störf bekkjarfulltrúa skulu nánar tilgreind í erindisbréfi
til þeirra á heimasíðu foreldrafélagsins.
6. grein. (fulltrúaráð)
Innan félagsins skal starfa fulltrúaráð skipað öllum bekkjarfulltrúum allra bekkjadeilda
og stjórn félagsins. Stjórn foreldrafélagsins skal boða til fulltrúaráðsfunda a.m.k. tvisvar
á skólaárinu, og skal sá fyrsti vera snemma að hausti.
7. grein. (skólaráð)
Á aðalfundi félagsins skal kjósa tvo fulltrúa í skólaráð skólans eins og kveðið er á um í 9.
gr. laga nr. 91/2008. Um kosningu í skólaráð fer eftir eftirfarandi starfsreglum.
1. Stjórn foreldrafélagsins í samráði við skólastjóra auglýsir eftir tilnefningum úr hópi foreldra í skólaráð. Tryggja skal að öllum foreldrum berist slík auglýsing. Auglýsinguna skal senda með Mentor pósti á alla foreldra og birta á heimasíðu skólans og foreldrafélagsins. Í auglýsingunni er hlutverk skólaráðs kynnt og að fulltrúar séu kosnir til tveggja ára í senn. Tilnefningum skal skilað til formanns foreldrafélagsins eða senda í tölvupósti á netfang foreldrafélagsins foreldrarnesskola@skolar.fjardabyggd.is.
2. Annar fulltrúi foreldra í skólaráði skal vera úr röðum stjórnarmanna foreldrafélagsins.
3. Ef enginn gefur kost á sér þá leitar stjórn foreldrafélagsins eftir foreldrum til að gefa kost á sér.
4. Auglýsa skal eftir framboði foreldra í skólaráð í síðasta lagi viku fyrir aðalfund foreldrafélagsins.
5. Allir foreldrar barna í Nesskóla eru kjörgengir nema þeir séu kennarar eða starfsfólk skólans eða sitji sem kjörnir fulltrúar í fræðslunefnd Fjarðabyggðar.
6. Kosið er í skólaráð á aðalfundi foreldrafélagsins.
7. Þegar kosið er í fyrsta sinn í skólaráðið er annar fulltrúi foreldra kosinn til eins árs og hinn til tveggja ára. Varamenn skal kjósa í samræmi við það. Með þessu móti er komið í veg fyrir að báðir fulltrúar foreldra fari úr skólaráðinu á sama tíma.
8. Að öllu jöfnu skal miða við að fulltrúi foreldra sitji ekki lengur en fjögur ár
samfellt í skólaráði.
8. grein. (stjórn)
Stjórnina skipa 5 foreldrar nemenda Nesskóla sem kosnir eru á aðalfundi félagsins til
eins árs í senn og einn varamaður. Stjórnin skiptir með sér verkum, þ.e. formaður,
gjaldkeri, ritari og meðstjórnendur. Æskilegt er að stjórnarmenn láti ekki af störfum allir
í einu.
9. grein. (aðalfundur)
Aðalfundur skal haldinn ár hvert að vori og skal hann boðaður með tveggja vikna
fyrirvara. Fundinn skal halda í síðasta lagi 31. maí ár hvert. Fundurinn er löglegur ef
löglega er til hans boðað. Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:
1. Skipan fundarstjóra
2. Skipan fundarritara
3. Skýrsla stjórnar síðasta starfsár
4. Skýrsla fulltrúa foreldra í skólaráði um störf skólaráðs síðasta starfsár
5. Ársreikningur félagsins lagður fram 
6. Kosning í stjórn
7. Kosning í skólaráð
8. Lagabreytingar
9. Breytingar á árgjald félagsins ákveðnar
10. Önnur mál
10. grein.
Breytingar á árgjald til félagsins skal ákveðið á aðalfundi þess ár hvert. Aðeins skal
innheimta eitt félagsgjald á hvert heimili.
11. grein.
Lög þessi öðlast þegar gildi. Tillögur um lagabreytingar skulu tilkynntar í
aðalfundarboði og lagðar fram skriflega á aðalfundi. Lögum þessum má breyta með einföldum meirihluta atkvæða á aðalfundi.

Skólaráð

Tillögur að starfsreglum fyrir foreldrafélög um kosningu í skólaráð grunnskóla (skv. 9.gr.laga nr. 91 frá 2008)
1. Stjórn foreldrafélags í samráði við skólastjóra auglýsir eftir tilnefningum úr hópi
foreldra í skólaráð. Tryggja þarf að öllum foreldrum berist slík auglýsing. Það má
gera með því að auglýsa á heimasíðu skólans, í fréttablaði, með því að senda
tölvupóst á alla foreldra, í gegnum mentor eða með töskupósti. Í auglýsingu er
kynnt hvert hlutverk skólaráðs er, að kosið er til tveggja ára, fyrir hvaða tíma, á
hvaða formi, og hvert skal skila inn tilnefningum. Þegar umsóknarfrestur er
liðinn er fulltrúaráð foreldrafélagsins kallað saman, þ.e. stjórn, varastjórn,
bekkjarfulltrúar (og þeir sem voru í foreldraráði við stofnun skólaráðs í fyrsta
sinn) og farið yfir hverjir hafa gefið kost á sér. Í framhaldi er ákveðið hvenær
kosning fer fram.
2. Ef enginn hefur gefið kost á sér þá tilnefnir hver fulltrúaráðsfulltrúi tvo til þrjá
foreldra. Haft er samband við viðkomandi og þeir beðnir um að gefa kost á sér.
3. Auglýst skal eftir foreldrum í skólaráð strax í upphafi skólaárs og skal niðurstaða
kosningar vera ljós eigi síðar en í septemberlok. (Þess ber að geta að mörg
foreldrafélög kjósa í skólaráð að vori, þegar þau halda aðalfundi. Það getur verið
heppilegra því þá getur skólaráð hafið störf um leið og skólastarf hefst að hausti.)
4. Allir foreldrar barna í viðkomandi skóla eru kjörgengir nema þeir séu kennarar
eða starfsfólk viðkomandi skóla eða sitja sem kjörnir fulltrúar í skólanefnd
viðkomandi bæjar– eða sveitarfélags.
Heimili og skóli | Foreldrabankinn 2018 | bls. 29
5. Skólaráðsfulltrúar foreldra eru kosnir á aðalfundi foreldrafélagins. Hægt að
senda kjörseðla heim til foreldra eða hafa rafræna kosningu ef það hentar betur.
Á heimasíðu skólans er sett stutt kynning á þeim foreldrum sem bjóða sig fram til
setu í ráðinu.
6. Þegar kosið er í fyrsta sinn í skólaráð er annar fulltrúi foreldra kosinn til eins árs
og hinn til tveggja ára. Varamenn skal kjósa í samræmi við það. Með því móti er
tryggt að aðeins annað foreldri fari á sama tíma úr skólaráði.
7. Að öllu jöfnu skal miða við að fulltrúi foreldra sitji ekki lengur en fjögur ár
samfellt í skólaráði.,

Skólanefnd

Fulltrúi foreldra í skólanefnd
Kosning þarf að taka mið af aðstæðum á hverjum stað.
Fulltrúi foreldra í skólanefnd skal sitja í skólaráði eða í stjórn foreldrafélags í skóla í
sveitarfélaginu. Skipt er um fulltrúa í skólanefnd að hausti og skal kosning því liggja
fyrir eins fljótt og mögulegt er.
Þar sem einn skóli tilnefnir fulltrúa í skólanefnd:
Stjórn foreldrafélags kýs einn úr stjórn eða skólaráði sem fulltrúa foreldra í skólanefnd
og einn til vara. Kosningu skal vera lokið fyrir septemberlok. Kosið er til tveggja ára í
senn.
Þar sem tveir til fjórir skólar tilnefna fulltrúa í skólanefnd:
Ákveðið er á hvern hátt skólarnir skiptast á að tilnefna fulltrúa. Kosning fer fram í
viðkomandi skóla líkt og lýst er hér að ofan.
Þar sem starfandi er svæðaráð skóla á viðkomandi svæði:
Stjórn svæðaráðs tilgreinir í starfsreglum ráðsins hvernig skuli staðið að kosningu eða
tilnefningu fulltrúa í skólanefnd. Fyrirkomulagið er með ólíkum hætti í mismunandi
sveitarfélögum eins og sést hér að ofan. Í Reykjavík kemur fulltrúi foreldra í skólanefnd
frá SAMFOK, samtökum foreldra grunnskólabarna í Reykjavík.
Hlutverk fulltrúa foreldra í skólanefnd
Fulltrúi foreldra í skólanefnd skal gæta hagsmuna nemenda og foreldra allra þeirra
skóla sem heyra undir viðkomandi skólanefnd. Hann sér til þess að fundargerðir og/eða
aðrar upplýsingar sem varða skólastarfið séu aðgengilegar stjórnum foreldrafélaganna á
svæðinu.
Svæðaráð og stjórnir foreldrafélaga geta sent fulltrúanum beiðni um að fylgja ákveðnum
málum eftir við skólanefnd. Eins ber þeim að upplýsa hann reglulega um stöðu mála í
hverjum skóla.
Ef aðalfulltrúi kemst ekki á fund skólanefndar skal hann boða varamann sinn á fundinn í
tíma.
Fulltrúi foreldra í skólanefnd á sæti í svæðaráði og fundar því reglulega með því. Þar
sem ekki er starfandi svæðaráð fundar hann og varamaður hans með stjórnum
foreldrafélaga a.m.k. einu sinni á vetri. Svæðaráð eða fulltrúaráð hvers skóla er bakland
fulltrúa foreldra í skólanefnd og því fá þeir sendar fundargerðir skólanefndar.
Formaður skólanefndar ber ábyrgð á því að skólanefnd sé skipuð skv. 6. grein
grunnskólalaga og samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 45 frá 1998. Honum ber að beita
sér fyrir því að nefndin sé fullskipuð og að allir nefndarmenn fái greidd nefndarlaun í
samræmi við samþykktir sveitarfélagsins. Honum ber einnig að gæta þess að foreldrar
tilnefni fulltrúa og annan til vara í skólanefnd.