22.maí 2024
Fundur í skólaráði haldinn í Súðavíkurskóla 17:00 til 18:15, mættir voru: Anna Lind Ragnardóttir skólastjóri, Linda Lee kennari, Aníta Björk Pálínudóttir foreldrafélaginu, Anna Sigurðardóttir leiðbeinandi leikskóla, Eva Rós Gunnarsdóttir foreldri, Afonso Ponces nemandi 9.bekk.
Dagskrá:
- Drög að Skólanámskrá Súðavíkurskóla 2024 - 2025
- Drög að Starfsáætlun Súðavíkurskóla 2024 -2025
- Drög að Skóladagatölum Súðavíkurskóla 2024 -2025
- Farið yfir fyrsta árið í þróunarverkefni Byrjendalæsis
- Kynning á endurmenntunar- og þróunaráætlun skólans 2023-2025
- Önnur mál
Farið yfir drög að skólanámskrá, starfsáætlun og dagatölum Súðavíkurskóla fyrir komandi skólaár. Skólastjóri fór yfir stöðuna á byrjendalæsi sem hefur staðið yfir eitt á ren þetta er 2ja ára þróunaverkefni í samvinnu við Skólaþróunarmiðstöð Akureyrar. Nemandi kom með tillögu um vera með fleiri kynningar á verkefnum sínum, að öðru leyti var hann mjög ánægður með skólann sinn. Einning komu fram áhyggjur um stöðu tónlistarkennslu fyrir næsta skólaár. Auglýst verður eftir faglærðu fólki eins og á hverju ári. Þá komu hugmyndir um að gera meira fyrir skólalóðina, bæði útlit og fleiri tæki. Spurning hvort hægt væri að fá þjálfara til að vera með íþróttaþjálfun fyrir yngri- og eldri hópa. Einnig var rætt um að setja upp skilti með merkingum á skólanum.
Fleira ekki gert og fundi slitið
Anna Lind Ragnarsdóttir, Skólastjóri Súðavíkurskóla