Bekkjavísir 2b

Kennsluskipulag vetrarins

Samkennsla í öllum fögum í 1.-5. bekk. Einstaklingsmiðað nám en samvinna og hópavinna þar sem unnið er þvert á bekki og svo líka þar sem nemendur á sama stigi/aldri vinna saman til þess að efla samskipti og fá félagastuðning. Við höldum áfram með byrjendalæsi.

 

Byrjendalæsi sækir innblástur til kenninga um hugsmíðahyggju og nám án aðgreiningar og gert er ráð fyrir að börn læri best í samfélagi jafningja, með samvinnu, stigskiptum stuðningi og hvers konar námsaðlögun sem auðveldar kennurum að koma til móts við ólíkar þarfir þeirra og áhugasvið. Við samsetningu Byrjendalæsis var meðal annars stuðst við kenningar Gudschinsky, Frost, Rumelhart, Solity og Leimar. Enn fremur var sótt til NRP2000 rannsóknarinnar þar sem kemur fram mikilvægi þess að kennsluaðferðir í læsi feli í sér nálgun sem nái til allra þátta móðurmálsins. Þannig er vinna með tal, hlustun, lestur og ritun felld í eina heild undir hatti læsis. Enn fremur eru sértækir þættir tungumálsins, svo sem hljóðvitund, réttritun, skrift, orðaforði og lesskilningur tengd inn í ferlið.

 

Skipulag heimanáms:

Í vetur verður heimanám aðallega bundið við lestur og vinnubók, sögubók, stærðfræði og margföldunartaflan. Sett verður fyrir frá degi til dags í lestri, vinnubók og í stærðfræði. Nemendur lesa daglega hjá kennara. Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með heimanámi barna sinna. Ekki er ætlast til að nemendur læri heima um helgar.

 

Leitast er við að hafa sem mesta samfellu í námi barnanna og reynt að tengja hverja námsgrein annarri. List- og verkgreinar fléttast hefðbundnum greinum s.s. stærðfræði, íslensku, samfélagsfræði og náttúrufræði. Lögð verður áhersla á samskipti barnanna og samkennd innan bekkjarinns.

Nemendur eru með samskiptabók sem gengur á milli skóla og heimilis. Samskiptabókina notar kennari til þess að koma skilaboðum til foreldra um skipulag heimanáms eða aðrar athugasemdir. Aðrar upplýsingar má finna á samskiptaforritinu namfus.is. Foreldrar eru hvattir til þess að nota samskiptabókina til að koma skilaboðum til kennara ef þurfa þykir. Athugasemdir ásamt mætingu verða skráðar í namfus.is.

______________________________________________________________________________

 

Íslenska Linda Lee

Námsskipulag:

Átta kennslustundir í viku. Bækurnar sem teknar eru fyrir í vetur er ætlað að mæta markmiðum í aðalnámskrá grunnskóla um að nemendur öðlist jákvætt viðhorf til móðurmálsins, kynnist byrjunaratriðum í málfræði og geti skrifað skirt og læsilega, styrkja málkennd og grunatriði í málfræði og ritun.

 

Námsmarkmið sem unnið er með á námstímanum:

Lestur

-að nemendur

  • lesa orð og finna mynd
  • finna orðhluta í samsettum orðum
  • lesa og svara spurningum
  • auka leshraða ∙ þjálfa lesskilning
  • vinna með eigin frásagnir og sögur

 

Ritun

-að nemendur;

  • geta skrifað eigin texta
  • gera greinarmun á stórum og litlum staf í texta
  • þekkja bókstafi, orð
  • nota stóran staf í upphafi málsgreina
  • hafa bil á milli orða
  • stafirnir sitja rétt á línum
  • draga rétt til stafs

Málfræði

-að nemendur;

  • þekkja hugtökin bókstafur, hljóð, orð og málsgrein
  • þekkja sérhljóða og samhljóða
  • fá tækifæri til að nota tungumálið á fjölbreyttan hátt
  • kunna og geta nýtt sér íslenska stafrófið

Námsefni:

Ýmsar lestrar- og vinnubækur við hæfi hvers og eins.

Námsgögn:

Ritrún 2, Skrift 2, Við lesum lestrabók og vinnubók A, Lestralandið og vinnubók 1+ og 2 ásamt verkefnum frá kennara.

Námsmat:

Lesskimunarpróf er lögð fyrir þrisvar yfir skólaárið sept—jan –maí til að fylgjast með framförum. Lestrarpróf verður lagt fyrir eftir hvorrar annar og gefið fyrir í tölustöfum. Ábyrgð, þrautsegja, frumkvæði, áræðni, jákvæðni, framkoma, samskipti og samstarf. Stöðupróf í Íslensku sem nemendur fara í vor. Einkunn gefin í bókstöfum í lok hvorrar annar – A, B+, B, C+, C, D

Hæfniviðmið

  • að nemandi getur:
  • beitt skýrum og áheyrilegum framburði
  • átt góð samskipti, hlustað og sýnt kurteisi
  • valið bók eða annað lesefni og lesið sér til ánægju
  • dregið rétt til staffs og skrifað sýrt og læsilega

______________________________________________________________________________

Stærðfræði Linda Lee

Námsskipulag:

Sex kennslustundir á viku og samkennsla með 1. -5. bekkur. Leitast er við að mæta hverjum nemanda þar sem hann er staddur og vinna út frá því. Bækurnar sem teknar eru fyrir í vetur verða Sproti vinnubók, Sproti æfingabók og Stærðfræðispæjara. Unnið er í lotukerfi í Sprota og eftir hvern kafla er könnun. Kannanir sem unnar eru úr efninu verða sendar heim til skoðunar, foreldrar kvitta fyrir með undirskrift. Stærðfræðispæjara er aukabók.

Námsmarkmið:

Námsmarkmið sem unnið er með á námstímanum:

-að nemendur;

  • geta skrifað tölur 0-100
  • vinna með samlagningu
  • vinna með frádrátt
  • talnaleikni, fundið tölur á undan og eftir
  • þekkja talnalínu og geta notað hana
  • þekkja einingu, tug og hundrað
  • þekkja sléttar tölur og oddatölur
  • getur speglað og fundið speglunarás
  • geta fundið tvöfalt meira og helmingi minna
  • þekkja skiptingu ársins í árstíðir, vikur, daga og mánuði

Námsmat:

Ábyrgð, þrautsegja, frumkvæði, áræðni, jákvæðni, framkoma, samskipti og samstarf. Lotukannanir verða lagðar fyrir eftir hvern kafla til að athuga hvort nemendur hafi tileinkað sér námsefnið, Stærðfræðipróf sem nemendur fara í lok hvorrar annar og gefið fyrir tölustöfum.

Námsgögn:

Sproti 2 a og b, bæði vinnubók og æfingabók, stærðfræðispæjarar 2 ásamt ýmsum verkefnum frá kennara

Hæfniviðmið:

  • tekið þátt í samræðum um spurningar og svör sem eru einkennandi fyrir stærðfræði,
  • túlkað og notað einföld stærðfræðitákn, þar með talið tölur og aðgerðamerki og tengt þau við daglegt mál,
  • notað stærðfræði til að finna lausnir á verkefnum sem takast þarf á við í daglegu lífi og gerir sér grein fyrir verðgildi peninga,
  • reiknað með náttúrlegum tölum á hlutbundinn og óhlutbundinn hátt

 

 

Samfélagsfræði Linda Lee

Námsskipulag:

Fjórir tímar í viku og samkennsla með 1. – 5. bekk. Halló heimur er námsefni í samfélags-og náttúrugreinum fyrir yngsta stig grunnskóla.

Í námsefninu fylgjumst við með níu börnum sem eru að stíga fyrstu skrefin á menntabrautinni. Þau eru fróðleiksfús og uppátækjasöm og enda á því að stofna Grúskfélag. Meðlimir Grúskfélagsins eru þverskurður af íslensku samfélagi, með ólíkan bakgrunn, reynslu og áhugasvið og saman lenda þau í ýmsum ævintýrum.


Námsmarkmið:

Námsefnið er fjölbreytt og víða komið við sögu. Stefnt er að því að hvert og eitt barn vakni til umhugsunar um umheiminn í víðu samhengi og byggi ofan á þá kunnáttu sem fyrir er.

  • vekja áhuga nemenda á yngsta stigi í náttúru- og samfélagsgreinum og virkja innri áhugahvöt þeirra
  • efla læsi í víðu samhengi s.s. merkjalæsi, myndalæsi, kortalæsi, samfélagslæsi, samskiptalæsi og líkamstjáningu
  • virkja ímyndunarafl og sköpunargáfu nemenda ásamt gagnrýninni hugsun
  • þjálfa nemendur til vinna sjálfstætt og í samstarfi við aðra
  • hvetja til sjálfstæðrar þekkingarleitar
  • efla ritun og orðaforða nemenda
  • samþætta yfirferðina við skólastarfið í heild sinni, nærumhverfið og samfélagið
  • að læra í gegnum hreyfingu, leiki og þrautir, inni sem úti.

Lögð er áhersla á samþættingu námsgreina og fjölbreytta kennsluhætti s.s. uppgötvanir, rannsóknir, ritun, lestur, samræður, þrautir og leiki.
Unnið er með bæði gróf- og fínhreyfingar ásamt því að orðaforði og læsi eru markvisst efld.
Efnið er samið með hliðsjón af hæfniviðmiðum aðalnámskrár, lykilhæfni og grunnþáttum menntunar auk þess sem það tengist heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og fjölgreindakenningu Gardners.

Námsmat:

Tekin inn í einkunn lykilhæfni: ábyrgð, þrautsegja, frumkvæði, áræðni, jákvæðni, framkoma, samskipti og samstarf, tjáning. Einkunn er gefin í bókstöfum í lok hvorrar annar, A, B+, B, C+, C, D.

 

Námsgögn:

Efnið samanstendur af nemendabók og verkefnabók auk margvíslegra fylgiskjala á vef s.s. kveikja, myndabanka, orðalista, veggspjalda og kennsluleiðbeininga.

Hæfniviðmið:

  • sýnt tillitsemi og virðingu í samskiptum og samvinnu við aðra
  • áttað sig á að fólk býr við ólík fjölskylduform, hefur ólíkan bakgrunn og ber virðinga fyrir mismunandi lífsviðhorfum og lífsháttum
  • gert grein fyrir sig á hlutverk náttúru og umhverfis og mikilvægi góðrar umgengi

 

_________________________________________________________________________

Upplýsinga og tæknimennt Linda Lee

Námskipulag:

Tveir tímar í viku og samkennsla með 1. -5. bekk. Nemendur fá þjálfun í undirstöðuatriða í fingrasetningu og lyklaborðs, upplestur af kennara, stafsetningaæfingar og þjálfun að senda tölvupóst, notkun ýmis forrita og þá aðallega kennsluforrita af vef mms.is. Ýmis verkefni frá kennara.

Námsmarkmið:

Að nemandi:

  • þekkja helstu hluta tölvu og hafa tileinkað sér íslenskan orðaforða þar um
  • geta notað tölvu til að skrifa og prenta út eigin texta
  • geta ritað einfaldan texta í ritvinnslu
  • geta notað ýmis kennsluforrit er hæfa aldri og getu
  • hafa lært grunnatriði í fingrasetningu á tölvu
  • hafa lært grunnatriði í meðferð og notkun tölvu

Námsmat:

Tekin inn í einkunn lykilhæfni: ábyrgð, þrautsegja, frumkvæði, áræðni, jákvæðni, framkoma, samskipti og samstarf, tjáning. Einkunn er gefin í bókstöfum í lok hvorrar annar, A, B+, B, C+, C, D.

 

Hæfniviðmið

 

  • beitt undirstöðuatriðum í fingrasetningum
  • sýnt frumkvæði og tekið þátt í samvinnuverkefnum undir leiðsögn
  • nýtt rafrænt og gagnvirkt námsefni,
  • nýtt upplýsingatækni og forrit við uppbyggingu einfaldra verkefna

Handmennt Anna Sig

Námsskipulag:

Tveir tímar í viku og samkennsla með 1. – 4. bekk. Verklegt nám á að stuðla að alhliða þroska nemenda og búa þá undir daglegt líf og frekara nám á sviði verkgreina. Það á að gefa þeim tækifæri til að vinna með ólík efni og verkfæri og þroska þannig nemendur á mörgum sviðum. Áhersla er lögð á að efla sköpunargáfu þeirra með því að hvetja nemendur til að leita nýrra hugmynda eða úrlausna. Einnig er lögð áherhersla á að nemendur læri að líta á og meta eigin verk og ákvarðanir gagnrýnum augum.

 

Námsmarkmið:

  • Þjálfi fínhreyfingar
  • skapa
  • sýna sjálfstæði vinnubrögð
  • að kunna almenn vinnubrögð í handmennt
  • að kunna frágang á því verkefni sem valið er

 

Hæfniviðmið:

  • skreytt textílvinnu á einfaldan hátt
  • sagt frá nokkrum tegundum textílefna
  • fjallað um mismunandi klæðnað fólks með tilliti til veðurfars, athafna og tilefna

 

Hæfniviðmið aðalnámskrár eru höfð til grundvallar í námsmati. Auk þess er metið hvort nemendur sinna vinnu sinni/halda sér vel að verki. Námsmat fer fram með símati og leiðsagnarmati. Einnig er lögð áhersla á sjálfsmat nemenda þar sem þeir hafa í huga þætti eins og sjálfstæði, vinnusemi, vönduð vinnubrögð, frumkvæði og samskipti.

______________________________________________________________________________

 

Myndmennt Linda Lee

 

Námskipulag:

Tveir tímar í viku. Samkennsla með 1. -5. bekk . Kennsluaðferðir eru sýnikennsla, sköpun, verklegaræfingar og umræður. Áherslu lögð á sköpunargleði, meðhöndlum verkfæra og fjölbreytt vinnubrögð.

 

Námsmarkmið:

  • aðeflanemendur í teikninguogsköpun
  • þjálfun í notkunmismunandiefni
  • örfaímyndunaraflið

 

Námsmat:

Leiðsagnarmat jafnt og þétt yfir veturinn. Í lok hvorrar annar verður niðurstöður dregnar saman og metnarsamkvæmt hæfniviðmiðum sem valin hefur verið úr Aðalnámskrá. Einkunn gefin í bókstöfum A, B+, B, C+, C, D.

 

Námsgögn:

Verkefni tekin úr Ég sé með teikningu - mms.is (rafbók eftir Björk Eiriksdóttir)

Markviss Myndörvum fyrir börn ( Aðalheiður Ólaf Skarphéðinsdóttir)

Verkefni frá kennari

Efni í ýmsu formi.

 

Hæfniviðmið

– að nemandi getur:

  • skapaðmyndverk í ýmsumtilgangimeðmargvíslegumaðferðum
  • tjáðtilfinningar, skoðaniroghugmyndaheimisínun í myndverki á einfaldanhátt
  • unniðútfrákveikjuviðeiginlistsköpun

 

_________________________________________________________________________________________

 

Íþróttir Linda Lee

 

Námskipulag: Tvær kennslustundir í viku. Samkennsla með 1.- 4. bekk. Líkamlegir þættir s.s. þol, krafturog liðleiki verða virkjaðir á sem fjölhæfastan máta við ýmsum þol -, styrktar-, og liðleikaæfingum. Hver tímier þannig upsettur: Uphitun , aðalþættir og niðurlag.

Námsþættir eru:

 

  • boltaleikirogýmsaraðrirleikir
  • dansleikir
  • frjálsleikir
  • stöðvavinna
  • leikfimi

 

 

Námsmarkmið:

Að efla sjálfsmynd, hreyfigetu, áræðni og félagsþroska nemenda.

 

Námsmat:

Virkni, getu og framkomu eru metin. Einkun gefin í bókstöfum A, B+, B, C+, C, D í lok hvorrar annar.

 

Námsgögn:

Ýmis tæki og áhöld

 

Hæfniviðmið

Félagslegir þættir:

að nemandi getur:

  • unniðmeðþærtillfinningarsemfylgjaaðvinnaog tapa í leikjum
  • skiliðskipulagshugtök í skólaíþróttumogfariðeftirleikreglum

 

Líkamsvitund, leikni og afkastageta:

að nemandi getur

  • gertæfingarsemreyna á þol
  • sýntnokkraboltafærniogtekiðþátt í nokkrummismunandiboltaleikjum
  • gerthreyfingarsemreyna á stöðujafnvegioghreyfijafnvegi

_________________________________________________________________________________________

 

Náttúrufræði Linda Lee

Námskipulag:

Þrjár kennslustundir í viku. Samkennsla í 1. -5.bekk. Námsaðferðir eru sýnikennsla, útikennsla, hópavinna, umræður og vinnubækur. Fjallað eru um himingeiminn, lífvera í okkar umhverfi, árstíðirnar og hringrásir í náttúrinni.

 

Námsmarkmið:

Að efla forvitni og áhuga nemenda á umhverfi sínu. Nemendur læri að þekkja, skilja og skynja náttúruna í kringum sig.

 

Námsmat:

Leiðsagnarmat. Virkni, hópverkefni og vinnubækur eru metin. Í lok hvorrar annar verður niðurstöður dregnarsaman og metnar samkvæmt hæfniviðmiðum sem valin hafa verið úr Aðalnámskrá. Einkunn gefin í bókstöfum í lok hvorrar annar. A, B+, B, C+, C, D.

 

Námsgögn:

Hallo Heimur 1 nemendabók og vinnubók.

Refurinn

 

Hæfniviðmið

Að búa á jörðinn

Að nemandi getur:

  • lýstbreytingum á náttúruÍslandseftirárstíðumogáhrifumþeirra á lífsskilyrði fólks
  • lýstalgengustulífverum í nánastaumhverfisínu
  • Lykilhæfni Súðavíkurskóla

    Samkennd: Er jákvæður og kurteis í samskiptum, sýnir tillitssemi og hjálpsemin og stuðlar að vellíðan annarra. Getur sett sig í spor annarra og sýnt umhyggju.

    Ábyrgð: Skilar verkefnum á réttum tíma, axlar ábyrgð á námi sínu, nýtir tímann vel og gerir sitt besta.

    Frumkvæði: Leitar lausna og veitir skapandi hugsun. Sýnir frumkvæði og áræðni við ólíkar námsaðstæður. Er áhugasamur og jákvæður í viðhorfi.

    Samskipti: Getur notað sér sáttarleið Uppbyggingarstefnunnar. Virkur í samstarfi, virðir jafnrétti, skoðanir og gildi annarra.

    Námsvitund: Getur sett sér markmið og búið til áætlanir sjálfur. Forgangsraðar og lýkur verkefnum. Er gagnrýninn á eigin vinnubrögð og lærir af reynslunni.

    Tjáning: Tekur þátt í samræðum og rökræðum. Tjáir hugsanir, tilfinningar og skoðanir sínar munn- og skriflega. Er skýrmæltur og finnur tjáningu sinni jákvæðan farveg.

    Upplýsinganotkun: Meðhöndlar upplýsingar úr námsefninu sem og öðrum miðlum á ábyrgan og gagnrýninn hátt. Deilir fúslega upplýsingum, gögnum og þekkingu. Getur leitað sér upplýsinga úr ýmsum miðlum til gagns

     

    Lykilhæfni skólans er kynnt fyrir nemendum í upphafi annar. Nemendur setja sér markmið, bæði félagsleg og námsleg, og hafa önnina til að ná þeim markmiðum með leiðsagnarmati frá kennara. Í lok annar er farið yfir lykilhæfni með nemendum og metið hvort markmiðum hafi verið náð á tímabilinu. Lykilhæfnin er síðan tekin til umfjöllunar í foreldraviðtölum í lok hvorrar annar. Einkunn í lykilhæfni gefin í bókstöfum.

    ______________________________________________________________________________

    Heimasíða skólans: Súðavíkurskóli (sudavikurskoli.is) Vinsamlegast kynnið ykkur heimasíðu skólans til að fá upplýsingar og fréttir úr skólastarfinu.

    Netfang skólans: annalind@sudavikurskoli.is Sími: 450 5910

    Umsjónarkennari: Linda Lee Bluett Netfang: linda@ sudavikurskoli.is