Vinavika í Súðavíkurskóla hófst mánudaginn 16.mars sl og stóð alla þá viku. Að þessu sinni var sameiginlegt verkefni að búa til vináttuþorp þ.s. allir bjuggu til sitt "vináttu" hús og sett var upp í skólanum, húsin urðu samtals 48 og skreyta nú veggi skólans og eru mikil prýði. Á mánudeginum drógu allir sinn leynivin sem þeir glöddu á hverjum degi með ýmsum gjöfum. Allir bjuggu til barmmerki sem tengdist vináttu og báru alla vikuna. Á föstudeginum varð síðan uppljóstrað hver átti hvern sem vin og afhendir þá hver sitt barmmerki til síns vinar. Vináttuvikan tókst vel í alla staði og var ekki annað að sjá og heyra en að allir hafi skemmt sér konunglega þessa viknuna.