Þorrablóti frestað !

Þorrablóti nemenda Súðavíkurskóla sem vera átti á morgun, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Frestunin kemur til sökum veikinda sem hafa haft þau áhrif að æfingar á leikritum og öðrum atriðum hefur ekki verið sem skildi, auk þess sem ekki er vitað hversu margir skila sér fyrir morgundaginn. Við munum tilkynna hér á síðunni þegar ný dagsetning verður ákveðin.
Með þorrakveðju,
kennarar