Þorrablót 2013

Hið árlega þorrablót Súðavíkurskóla verður haldið með pomp og prakt föstudaginn 8.feb n.k.

Herlegheitin fara fram í íþróttahúsinu þar sem búið er að koma upp sviði og öllu tilheyrandi.

Blótið hefst klukkan 17:00 og eru það foreldrar nemenda sem hafa séð um allan undirbúning og eiga þeir sem og nemendur heiður skilið fyrir alla vinnuna.

Mætum kát og hress með þorramat og eigum saman góðar stundir

 

Skólastjóri