Súðavíkurskóli vinnur 'Lífshlaupið'

Í dag 26. febrúar fór fram lokahátíð og verðlaunaafhending í hátíðarsal KSÍ fyrir Lífshlaupið. Súðavíkurskóli varð í fyrsta sæti fyrir skóla með 5 - 40 nemendur. Nemendur og starfsfólk hefur lagt mikið á sig undan farnar vikur og hefur nú uppskorið eins og það sáði:) Meðal verkefna hjá öllum voru; gönguferðir, hjólaferðir, sleðaferðir, dans, líkamsrækt, fótbolti og ýmsir leikir bæði úti og inni.
Ég vil óska öllum nemendum og starfsmönnum skólans hjartanlega til hamingju með þennan  frábæra árangur.

Skólastjóri