Skólaslit

Súðavíkurskóla var slitið í gær 4. júní
Skólastjóri flutti ræðu sína, umsjónarkennarar afhentu einkunnir og skírteini, 10. bekkingar voru útskrifaðir og þeir félagarnir, sem prýða myndina hér til hliðar, kvöddu með stæl; kölluðu alla kennara sína upp á svið og afhentu rós og sætindi í kveðjugjöf. Pétur sveitarstjóri kvaddi starfandi skólastjóra. Eggert og skólahljómsveitin léku eitt lokalaglag - og skólastjóri sleit skólanum. Allir gengu glaðir og heilir út í sumarið! Kæra þökk.