Nú styttist óðum í skólalok Súðavíkurskóla. Hérna kemur dagskrá fyrir síðustu dagana fyrir bæði leik-, og grunnskóla.
Mánudaginn 23.maí er útivistardagur og allir í grunnskólanum fara í sundferð til Þingeyrar.
Þriðjudaginn 24.maí er útivistardagur, áætlaður leikjadagur m.a. ratleikir og fleira, leik- og grunnskólanemar saman að hluta
Miðvikudaginn 25.maí er Starfsdagur, nemendur grunnskóla í fríi
Fimmtudagurinn 26.maí Uppstigningardagur allir FRÍÍ
Föstudagurinn 27.maí Foreldraviðtöl, nemendur grunnskóla mæta með foreldrum í viðtöl
Mánudagurinn 30.maí Útivistardagur, áætlað að gana Súðavíkurhringinn og enda í Raggagarði, þar sem verður grillaðir hamborgarar í hádegismat
Þriðjudaginn 31.maí Útivistardagur – hreinsunar- og úti tiltektardagur hjá öllum í leik-, og grunnskóla, farið í leiki og grillaðar pylsur í hádeginu
Klukkan 16:00 verða síðan hin árlegu skólaslit Súðavíkurskóla.
1.-2.-3.-júní eru starfsdagar hjá kennurum grunnskóla og venjulegir dagar í leikskólanum en nemendur og starfsmenn leikskólans fara í 5 vikna sumarfrí eftir 3.júní
Kveðja
Anna Lind Ragnarsdóttir
skólastjóri