Síðustu dagar fyrir jólafrí!

Það styttist óðum í jólafrí hjá öllum í Súðavíkurskóla

Þriðjudaginn 17. desember er Starfsdagur kennara og því frí hjá nemendum

Miðvikudaginn 18. desember eru foreldraviðtöl og hafa allir fengið tímatöflu senda heim. Foreldrar/foreldri mæta þá ásamt barni/börnum og hitta umsjónarkennara sem fer yfir jólaprófin og fleira.  Klukkan 17:00 er svo Jólagrínið okkar en þar koma nemendur fram og skemmta foreldrum og öðrum áhorfendum.

Fimmtudagurinn 19.desember er svo síðasti dagurinn í skólanum fyrir jólafrí en þá mæta allir klukkan 10:00 í skólann, prúðbúnir, með gos og smá nammi, gjöf og kerti. Liltu jólunum lýkur um hádegisbilið og er þá komið formlegt "Jólafrí"

Nemendur mæta í skólann aftur mánudeginn 6.janúar 2014 samkvæmt stundaskrá.