Síðustu dagarnir fyrir jólafrí

 

Jæja það styttist óðum í jólafrí allra í Súðavíkurskóla:)

Miðvikudaginn 18.desember er starfsdagur kennara og því frí hjá nemendum grunnskólans. Leikskólinn er hefðbundinn dagur.

Fimmtudaginn 19. desember eru foreldraviðtöl, þar sem nemendur koma með foreldrum í viðtal um námið þessa önn. Tímatafla hefur verið send út til allra.  Seinnipartinn eða klukkan 17:00 er hið árlega Jólagrín en þá bjóða allir nemendur leik- og grunnskóla, öllum til samsætis með gleði og glensi á sal skólans,  allir hjartanlega velkomnir.

Föstudaginn 20.desember eru Litlu jólin en þá mæta nemendur í skólann klukkan 9:00, mega hafa með sér gos og nammi, auk þess að mæta með jólapakka sem gjöf. Að þeim loknum eru allir komnir í jólafrí. Leikskólinn lokar klukkan 16:00 og þá eru allir komnir í jólafrí.

Nemendur Súðavíkurskóla (leik- og grunnskóla) mæta í skólann aftur mánudaginn 6.janúar 2025, klukkan 8:00

Við óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með kæru þakklæti fyrir það liðna.

Jólakveðja

Starfsmenn Súðavíkurskóla