Norræna Skólahlaupið

Föstudaginn 7. nóvember þreyttu nemendur Súðavíkurskóla hið árlega skólahlaup.  Veður var eins og best verður á kosið á þessum árstíma.  Hægt var að velja um þrjár vegalengdir, frá skólanum og inn að Hlið, Lækjarhóli eða Svarthamri.  Flestir létu sér nægja að hlaupa inn að Hlíð og til baka, en nokkrir hraustustu krakkarnir fóru alla leið inn að Svarthamri og til baka.  Nemendur voru að vonum svangir þegar þeir komu til baka og þá var kærkomið að fá fisk í ofni hjá Óskari.