Skólahaldið hefur farið vel af stað, við erum búin að gróðursetja plöntur upp í skólaskógi fyrir ofan þorpið okkar kæra og kíkja á skólagarðana okkar á Melunum. Þar er komið að því að taka upp kartöflur og sér hver fjölskylda um að taka upp úr sínum garði, hvert hólf er merkt nafni eða nöfnum nemenda.
Námsefniskynningar eru að byrja og er sú fyrsta fyrir foreldra barna í miðdeild í dag klukkan 16:15. Miðvikudaginn 18.sept verður námsefniskynning fyrir foreldra yngstu deildar klukkan 16:15 og að lokum er námsefniskynnig fyrir unglingastigið fimmtudaginn 19.sept klukkan 16:15
Vonum að allir foreldrar geti mætt á þessar kynningar, það er mjög gagnlegt fyrir alla
Kveðja Skólastjóri