Gróðursetning í september 2023

Gróðursetning Súðavíkurskóla fór fram í blíðskapar veðri miðvikudaginn 13.sept sl. Allir nemendur leik- og grunnskóla tóku þátt ásamt starfsmönnum. Að þessu sinni gróðursettum við ofan á skjólgarðinn við geymslusvæðið í Árdalnum, alls 140 birkiplöntum. Að því loknu fórum við niður á tjaldsvæði og sáðum úr 5 kössum af birkifræjum í fláan fyrir neðan nýja bílaplanið þar.

Allir voru hæðst ánægðir með vel unnið verk.

ljósmyndir