Gleðilegt nýtt söngár

Nú eru hjól skólavinnulífsins farin að snúast á nýju ári og við lítum björtum augum fram veginn.
Starfsfólk skólans hefur einsett sér að þétta raðirnar og vinna sameiginlega að lausnum þeirra mála sem upp koma, sem aldrei fyrr. Ákveðið var á kennarafundi í gær að stofna til samsöngs allra deilda, nemenda og fullorðinna á föstudögum kl. 9:45   Æfingar fyrir samsönginn fara fram í hverri hinna deildanna (yngstu - mið - elstu - leikskóla) hina daga vikunnar. Jóhanna, Ísabella og Dagbjört eru í stýrihópi verkefnisins, svo þeim málum er vel skipað.

Þetta verður bara gaman :-)