Fróðleiksmoli á facebook um þátttöku Súðavíkurskóla í Skólahreysti

Lára Helgadóttir birti neðangreindan pistil á facebook síðu sinni;

 

Fróðleiksmoli dagsins er um Skólahreysti sem hefst á Akureyri í næstu viku.Þar keppa skólar af Austurlandi og Norðurlandi í tveimur riðlum sem sýndir verða í beinni útsendingu á RÚV 26.apríl kl.17:00 og 20:00

En hér kemur mögnuð staðreynd - eiginlega afreks staðreynd :

Súðavíkurskóli er fámennur skóli á Vestfjörðum.

Nemendur eru oftast 12 til 14 samanlagtí 1. - 10. bekk.

Síðan 2014 hefur þessi vandaði, kraftmikli, Vestfirski skóli komið samfellt í Skólahreysti.

Skólinn hefur náð saman keppnisliði á hverju einasta ári í 10 ár með skráningunni í ár. Það segir okkur að nánast enginn nemandi útskrifast úr skólanum nema hafa verið í keppnisliði í Skólahreysti 😁

Við dáumst að dugnaði starfsfólks Súðavíkurskóla, við virkilega virðum nemendur skólans sem keppt hafa síðan 2014 - að klára svona mót og sigra sjálfan sig með kjarki og styrk er stærsti sigurinn.

Það er ljóst að Súðavíkurskóli setur fyrsta metið í Skólahreysti 2023 fyrir framúrskarandi mætingu fámennra skóla landsins 🏆 Til hamingju ☀️