Forvarnardagurinn

Í dag var forvarnardagur í grunnskólum landsins, unglingarnir í  Súðavíkurskóla tóku þátt eins og aðrir.  Allir nemendur áttu að taka þrjú atriði til umræðu og hér koma umræðuefnin og svör nemenda í skólanum okkar.   A) Hvað mynduð þið vilja gera oftar með fjölskyldum ykkar?  Svör: Fara á veiðar, í tjaldferðir, sumarbúðaferðir, gönguferðir, tína ber og hafa bökunarkvöld.  B)  Hverjar telur þú vera helstu ástæður þess að krakkar taka þátt í skipulögðu íþrótta - og tómstundastarfi?  Svör: Vegna áhuga, heilsufars og til að forða sér frá fíkniefnum.  C)  Hvað græðir þú á því að drekka ekki áfengi á unglingsárum? Svör:  Þroskast betur bæði líkamlega og andlega.