Foreldrafundur

Sunnudaginn 27. janúar sl. var haldinn kynningarfundur á innleiðingu Uppbyggingarstefnunnar,  á sal skólans. Foreldrafélagið hélt fundinn en skólastjóri var með kynninguna. Það var afar góð mæting á fundinn eða á milli 30 og 40 manns. Farið var yfir kveikjuna að verkefninu og hvað búið væri að gera, hvernig staðan væri í dag og gróft um framhaldið. Þá var farið ítarlega yfir Uppbyggingarstefnuna í heild sinni. Það var mat manna á fundinum að mjög vel hefði til tekist og ósk um að fleiri fundir verði um sama málefni. Mikill áhugi er meðal fólks um þessa stefnu og von um að vel gangi með framhaldið.