Egill Bjarni fær viðurkenningu fyrir frumsamið lag í Nótunni

Síðastliðna helgi lögðu nokkrir nemendur Tónlistarskóla Súðavíkur land undir fót, undir styrkri forystu Jóhönnu Ólafar Rúnarsdóttur tónmenntakennara og Eggerti Nielsen gítarkennara, og héldu suður á bóginn, nánar tiltekið til Akraness, þar sem uppskeruhátíð tónlistarskóla landsins, Nótan, fór fram. Þar kepptu nemendurnir í tónsmíðakeppni, með lagi Egils Bjarna Vikse, sem ber nafnið Týnda stúlkan, um sæti í lokakeppni Nótunnar sem fram fer í Hörpunni seinna í vor. Lagið hlaut ágætar viðtökur hjá áhorfendum og dómurum og fékk að lokum viðkenningu fyrir frumsamið verk. Frábær árangur hjá Jóhönnu sem haldið hefur utan um þátttöku Súðvíkinga í þessari keppni frá upphafi.

 

Við óskum Agli og meðspilurum hans, Eggert Nielsen sem aðstoðaði strákana undir lokin og Jóhönnu sem var allt í öllu til hamingju með gott gengi.