Síðasta laugardag var árshátíð Súðavíkurskóla haldin með pomp og prakt í Samkomuhúsinu. Þar sýndu nemendur valin atriði úr söngleiknum Grease. Sýningin tókst vel í alla staði og eiga nemendur og starfsmenn skólans mikinn heiður fyrir frábært verk. Heimamenn gerðu sér lítið fyrir og skipuðu hljómsveit til þess að spila undir verkið og hafði hún að skipa Rúnu Esradóttur, Jóhönnu Rúnarsdóttur, Eggerti Nieleson öll starfandi í tónlistardeild skólans, Sveinbirni Dýrmundssyni kennara, Lindu Lee starfsmanni á leikskóladeild, Michel Nieleson og Hauki Þorsteinssyni öðru nafni "skundi litli". Þá var hin frábæri danskennari Eva Friðþjófsdóttir fengin til að kenna dansana. Ég vil þakka öllum sem komu að sýningunni fyrir frábært framtak, sýningin var stórkostleg.
Skólastjóri