Árshátíð skólans var haldin í Samkomuhúsi staðarins sl. laugardag og tókst í alla staði frábærlega vel. Allir nemendur skólans og elstu nemendur leikskólans frumfluttu ævintýrasöngleikinn "Skilaboðaskjóðuna" eftir Þorvald Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson. Leikritið var stytt og útfært af kennurum, svo hæfði nemendum. Rúna Esradóttir sá um útfærslu og flutning á allri tónlist með aðstoð nemenda sinna úr tónlistarskólanum.
Það er óhætt að segja að nemendur fóru á kostum og sýningin tókst í alla staði vel. Að sýningu lokinni bauð foreldrafélagið upp á kaffi og góðgæti í skólanum. Mikil ánægja var meðal þorpsbúa með þessa stórbrotnu árshátíð skólans.