Hinu árlega Lífshlaupi lauk 20.febrúar sl. Súðavíkurskóli tók aðsjálfsögðu þátt og urðu nemendur í öðru sæti yfir skóla sem eru með 5 - 50 nemendur. Nemendur tóku þessu afar alvarlega og lögðu sig virkilega fram til að ná verðlauna sæti. Óskum þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.
Þá tóku starfsmenn skólans einnig þátt og gerðu sér lítið fyrir og urðu í öðru sæti í flokknum "fjöldi starfsmanna 9-29 sem er frábær árangur og eiga allir skilið mikið hrós fyrir.
Ég óska nemendum og starfsmönnum Súðavíkurskóla innilega til hamingju með þennan frábæra árangur og eru silfur verðlaunaplattarnir komnir upp á vegg, frábært hjá ykkur.
skólastjóri