Nú styttist önnin óðfluga og starfsemin dregst smám saman saman í aðdraganda jólanna. Sundferðirnar renna sitt skeið til enda í næstu viku og síðasti dagur hjá mötuneytinu er þriðjudagurinn 16. desember. Prófin hefjast í næstu viku, n.t.t. þann 8. desember og verða lögð fyrir í tímunum skv. stundaskránni. Síðust kennsludagarnir skv. skólaalmanakinu eru mánudagur 15. og þriðjudagurinn 16. des. Þá sinnum við jólaföndri og undirbúningi fyrir jólagrín og litlu-jól, ásamt og með prófunum og öðrum venjubundnum verkefnum. Starfsdagur verður miðvikudaginn 17. foreldraviðtöl fimmtudaginn 18. og litlu jól 19. des. Próftaflan er hér.